is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16313

Titill: 
  • Leiðin að bættum námsárangri á yngsta stigi grunskólanna : rannsókn um áhrif framtíðarsýnar Reykjanesbæjar á bættan námsárangur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stefnumótunarfræðin eru fræðin sem flest allir er starfa við stjórnun hafa kynnst eða jafnvel lært. Mikilvægur þáttur í starfsemi hverrar skipulagsheildar er mótun, innleiðing og framkvæmd stefnu. Margar og mismunandi aðferðir eru notaðar til að ná fram stefnu og fer það eftir mati stjórnenda hverju sinni hvað leið verður farin. Framtíðarsýn segir til um hvert stefnan er sett í framtíðinni. Í Reykjanesbæ var ný framtíðarsýn bæjarins sett árið 2011-2015. Þessi framtíðarsýn setti mark sitt á skólasamfélagið og urðu í kjölfarið miklar breytingar á námsárangri til hins betra. Viðtöl voru tekin við fræðslustjóra Reykjanesbæjar og skólastjórnendur grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði. Sögulegum árangri var náð á samræmdum könnunarprófum á yngsta stigi grunnskólanna í íslensku og stærðfræði. Unnið er markvisst eftir framtíðarsýn Reykjanesbæjar í grunnskólunum á svæðinu og hefur nýr fræðslustjóri aukið aðhald og stuðning við stjórnendur og kennara. Markmið rannsóknarinnar var að athuga að hvaða leyti framtíðarsýnin hafði áhrif á bættan námsárangur grunnskólanna.

Tengd vefslóð: 
  • .
Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EÞ lokaverkefni 2013.pdf602.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna