Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1632
Grænlenskt samfélag gekk í gegnum gríðarlega miklar breytingar á síðustu öld. Þá sérstaklega eftir að það varð ríkishluti innan danska ríkisins. En þá hófst hröð nútímavæðing sem fól í sér breytta atvinnu- og búsetuhætti. Þetta ferli hafði í för með sér ýmis félagsleg vandamál svo sem drykkju, ofbeldi og sjálfsvíg. Hér er tekin fyrir staða grænlenskra karlmanna í gegnum þetta ferli. En vegna sýnilegri viðbragða þeirra við breytingunum hefur því oft verið haldið á lofti að þeir hafi komið verr út úr ferlinu en grænlenskar konur. Ofbeldishegðun á meðal þeirra hefur farið vaxandi og einnig sjálfsvígstíðni. Í þessu sambandi eru einnig skoðuð verk fræðimanna um karlmennskuímyndir. Þemun feðraveldi, vinna og ofbeldi eru hér tengd við karlmenn í grænlensku samfélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Karlmenn í grænlensku samfélagi.pdf | 242.91 kB | Lokaður | Karlmenn í grænlensku samfélagi-heild | ||
Útdráttur.pdf | 76.92 kB | Opinn | Karlmenn í grænlensku samfélagi-útdráttur | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 75.33 kB | Opinn | Karlmenn í grænlensku samfélagi-efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 108.86 kB | Opinn | Karlmenn í grænlensku samfélagi-heimildaskrá | Skoða/Opna |