Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16326
Vettvangur tómstunda er afar fjölbreyttur en þar spila viðburðir stórt hlutverk. Í tónlistarnámi, íþróttum og listum má finna fjölda ólíkra viðburða sem hver hafa sín gildi og markmið. Í verkefninu er þessi hluti tómstundastarfs kannaður. Markmið verkefnisins er að beina kastljósinu að gildum og áhrifum tómstundatengdra viðburða fyrir einstaklinga og samfélag.
Verkefnið er heimildarmynd ásamt greinargerð þar sem Nótan – Uppskeruhátíð tónlistarskóla er í brennidepli. Byrjað verður á að gera grein fyrir Nótunni, markmiðum hátíðarinnar og fyrirkomulagi. Því næst verður heimildarmyndinni gerð skil en að því loknu farið í fræðilegt samhengi viðfangsefnisins. Hugtakið viðburður verður skilgreint og rætt um hvað felst í tómstundatengdum viðburðum. Fjallað verður um tómstundir, skilgreining hugtaksins reifuð og rætt um gildi og ávinning tómstundastarfs. Þar næst verður rætt um gildi viðburða í tómstundastarfi og hugsanleg áhrif á mótun sjálfsmyndarinnar. Að endingu er svo umræðukafli þar sem þræðir greinargerðarinnar eru dregnir saman.
Von mín er að verkefnið varpi ljósi á mikilvægt hlutverk viðburða í tómstundastarfi og margvísleg áhrif þeirra fyrir einstaklinga og samfélag. Eins og umfjöllun mín leiðir í ljós þá hafa viðburðir í tómstundastarfi mikið gildi og áhrif þeirra fyrir einstaklinga og samfélag er ótvírætt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vigdis BA ritgerd final.pdf | 606.74 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |
Athugsemd: Vantar heimildamyndina (DVD) í Skemmuna