is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1633

Titill: 
 • Staða útlendinga á norðanverðum Vestfjörðum : tveir heimar í faðmi fjalla blárra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útlendingum hefur fjölgað mjög mikið á Ísland á undanförnum árum, sérstaklega á
  Vestfjörðum þar sem fjölgunin hefur verið mun meiri en á landinu að meðaltali. En það
  er athyglisvert að 60% erlenda ríkisborgara á norðanverðum Vestfjörðum eru pólskir.
  Pólverjar eru hinsvegar tæp 47% af erlendum ríkisborgurum á landinu öllu. Í
  rannsókninni hefur verið einblínt á stöðu útlendinga á norðanverðum Vestfjörðum til þess
  að leita að svörum við eftirtöldum spurningum: Hvaða álit hafa Íslendingar, og þá
  sérstaklega Vestfirðingar á útlenskum innflytjendum? Hvernig finnst útlenskum
  innflytjendum að Íslendingar taki ámóti þeim og hvernig taka Íslendingar, og þá
  sérstaklega Vestfirðingar á móti þeim? Og loks, hver er staða útlendinga innan
  samfélagsins á norðanverðum Vestfjörðum? Umfjöllunin sýnir fram á að Íslendingar
  virðast hafa litla fordóma gagnvart útlendingum, en hinsvegar er þetta í mótsögn við álit
  útlendinga hérlendis að þeir verða fyrir miklum fordómum og fá neikvæðar móttökur frá
  Íslendingum. Þar að auki er almennt illa tekið á móti þeim hjá stofnunum hins opinbera.
  Hinsvegar má ekki gleyma því að nokkrar stofnanir þess, t.d. Alþjóðahús og Alþjóðastofa
  taka vel ámóti þeim. Hér bera norðanverðir Vestfirðir af, því þar er Fjölmenningarsetrið
  (opinber stofnun) staðsett og er þar rekin öflug starfsemi og tekið vel á móti útlendingum.
  Einnig er greint frá því að þeir útlendingar sem eru búsettir á norðanverðum
  Vestfjörðum hafa fyrst og fremst atvinnu á sviði sjávarútvegs og þar að auki taka þeir
  lítinn þátt í félagsstarfi með Íslendingum. Hversu samfélagið á norðanverðum
  Vestfjörðum skiptist í tvo heima rennur eins og rauður þráður í gegnum rannsóknina.
  Þannig virðist staða útlendinga í samfélaginu að mörgu leyti vera slæm.
  Loks er bent á að samfélagið á norðanverðum Vestfjörðum þurfi betur að leggja
  sig fram ef þessir íbúar eigi að standa jafnfætis öðrum og ætti að byrja með sameiningu ,,heima“ yngstu kynslóðanna.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til júlí 2009
Samþykkt: 
 • 10.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lara-baritgerd-hj2.pdf775.05 kBOpinnStaða útlendinga á norðanverðum Vestfjörðum-heildPDFSkoða/Opna