Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16337
BA verkefni þetta er tvíþætt, annars vegar bæklingurinn Þitt líf - Þitt val og hins vegar fræðileg greinargerð. Bæklingurinn er ætlaður fötluðum ungmennum og er markmið hans að veita forvörn um kynferðislegt ofbeldi. Einnig er markmið hans að vekja athygli á þessum málefnum og þeim hættum sem leynast í samfélaginu en rannsóknir hafa sýnt fram á að fatlað fólk er í mun meiri áhættu á að verða fyrir kynferðislegri misnotkun en aðrir.
Bæklingnum fylgir greinargerð sem byggð er á heimildum. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þann skort sem er á fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi á fötluðum börnum og ungmennum. Skoðað er hvernig kynferðisleg misnotkun hefur áhrif á líf fatlaðra barna og ungmenna. Einnig verður skoðuð, í sögulegu samhengi, sú þekking sem til er á kynferðislegri misnotkun á fötluðu fólki og hver staðan er í dag. Sjónum verður beint að unglingamenningu og hvaða áhrif unglingsárin hafa á myndun sjálfsskilnings. Að lokum verður varpað fram úrlausnum sem hægt er að beyta í málefnum fatlaðs fólks hvað varðar efni til kynfræðslu og hvert hlutverk fagaðila eins og þroskaþjálfa sé í þeim málefnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þitt líf- Þitt val.pdf | 558.48 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Kynferðislegt ofbeldi á fötluðum ungmennum.pdf | 742.73 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |