Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16342
Ritgerð þessi fjallar um samkynhneigða reynslu nokkurra íslenskra karla og markmið hennar er að greina mótandi þátt hins samkynhneigða hlutskiptis í lífi þeirra. Sá elsti þeirra er fæddur laust eftir 1950 og sá yngsti rétt fyrir 1990. Rannsóknin er byggð á ellefu viðtölum við sex einstaklinga og niðurstöður hennar grundvallast á aðferðum lífssögu-rannsókna í anda eigindlegrar rannsóknarhefðar. Rætt var við viðkomandi karla í opnum viðtölum sem spönnuðu lífsferilinn með sérstakri áherslu á kynhneigð¬ina sem áhrifavald í lífi þeirra. Í ritgerðinni er fjallað um þrjá þætti hinnar samkynhneigðu reynslu sem þátttakendur í rannsókninni dvöldu einkum við í frásögum sínum: vaknandi vitund um eigin kynhneigð, fyrstu kynni þeirra af samfélagi samkynhneigðra og samskipti við upprunafjölskyldu þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar tjá ýmist vanþekkingu um eigin tilfinningar eða ótta og kvíða við að gefa þær til kynna sem þó markast af ólíkri reynslu kynslóðanna. Þá lýsa niðurstöður mikilvægi þess að rjúfa einangrun sína, leita sinna líka og ganga inn í hinsegin rými, samfélag samkynhneigðra, félagslíf og skemmtanalíf. Loks lýsa niðurstöður þeirri reynslu að gefa kynhneigðina til kynna gagnvart upprunafjölskyldunni, átökum, sársauka og sáttum og er sú reynsla ýmist flókin og sár eða auðveld eftir því hvaða kynslóðir eiga í hlut.
Efnisorð: lífssögurannsóknir, hommar, gagnkynhneigt forræði, hinsegin rými.
The aim of this thesis, which is concerned with the experience of Icelandic gay men, is to analyse the formative influence of sexuality in their lives. The eldest participant was born in the early 1950s, the youngest just before 1990. The study consists of eleven interviews with six individuals; the research falls within the qualitative tradition and is based on the biographical methods. In-depth interviews were conducted with the participants, exploring their life history with specific emphasis on their sexuality as an influential factor in their lives. The thesis addresses three aspects of gay experience which emerged strongly from the participants’ accounts: their awakening to their own sexuality; their early experiences of the gay community; and relationships with the family of origin. The findings indicate either ignorance of their own feelings, or fear and anxiety about expressing those feelings; here a generational difference emerges. The findings also point to the importance of breaking out of one’s isolated situation and entering into queer spaces, the gay community and its social life. Finally, the findings encompass the experience of coming out to one’s family, which may involve conflict, pain and ultimately reconciliation; that experience may be complex and painful, or an easy one; again here a generational difference was apparent.
Keywords: biographical study, gay men, heteronormativity, queer space.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þorvaldur Kristinsson Skemman Útdráttur.pdf | 51,41 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Þorvaldur Kristinsson Ritgerð Skemman.pdf | 721,35 kB | Lokaður til...31.12.2030 | Heildartexti | ||
þorvaldur yfirlýsing.pdf | 139,24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |