is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16343

Titill: 
  • Ljósið í myrkrinu : um heilatengda sjónskerðingu og mikilvægi sjónörvunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þá tegund sjónskerðingar sem nefnd hefur verið heilatengd sjónskerðing og mikilvægi sjónörvunar fyrir börn með þessa tegund sjónskerðingar. Heilatengd sjónskerðing er talin algengasta sjónskerðingin í heiminum í dag. Þessi tegund af sjónskerðingu er oft vangreind bæði vegna erfiðleika við greiningu en einnig vegna þekkingarleysis á einkennum. Svo virðist sem þjónusta við sjónskert börn í skólakerfinu hafi verið bágborin hér á árum áður meðal annars með tilliti til þess að sjónskert börn áttu ekki aðgang að hinu almenna skólakerfi heldur gengu í blindraskóla. Þjónustan hefur þó tekið miklum framförum undanfarin ár meðal annars vegna stofnunar Þjónustumiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem er með það að markmiði sínu að auka möguleika einstaklinga til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Markmið mín með þessari ritgerð er að dýpka þekkingu mína á heilatengdri sjónskerðingu, einkennum hennar, orsökum og leiðum sem er gott að hafa í huga í einstaklingsmiðaðri sjónörvun. Einnig er markmið að skrifa aðgengilegan texta á íslensku sem gæti nýst öðrum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á framfarir hjá þeim börnum sem hafa fengið einstaklingsmiðaða íhlutun í sjónörvun. Þekking á einkennum og hvernig hægt er að aðstoða barnið við að nota sjónina til að hámarka notkun þeirra sjónleyfa sem barnið kann að hafa, getur hjálpað.

Samþykkt: 
  • 2.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freyja Hrönn Sveinbjörnsdóttir.pdf248 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna