is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16345

Titill: 
  • Kynfræðsla fyrir alla : greinargerð með vefsíðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið sem hér er lagt fram er tvíþætt og felur annars vegar í sér vefsíðu með kynfræðsluefni og hins vegar fræðilega greinargerð. Tilgangur verkefnisins er að upplýsa einstaklinga með þroskahömlun um kynverund og kynheilbrigði með aðgengilegum hætti með eða án aðstoðar en mikilvægt er að allir séu jafn upplýstir um þetta málefni. Vefsíðan er aðgengileg öllum en sérstaklega hugsuð fyrir unglinga með þroskahömlun. Hún getur einnig gagnast öðrum ungmennum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fengið viðunandi kynfræðslu. Vefsíðan getur nýst foreldrum, kennurum, þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með unglingum, hvort heldur með þroskahömlun eða ekki. Hægt er að nota vefsíðuna sem viðbót við námsefni og annað fræðsluefni sem snýr að kynfræðslu. Greinargerð þessari er ætlað að skýra framkvæmd og efni vefsíðunnar. Einnig mun hún varpa ljósi á þá hugmyndafræði sem liggur að baki vefsíðunnar og mikilvægi kynfræðslu fyrir alla, ekki síst fólki með þroskahömlun. Kynfræðsla fyrir einstaklinga með þroskahömlun er oft neikvæð og er jafnvel notuð sem forvörn gegn kynlífi. Mikilvægt er að fræðslan fari fram á jákvæðan hátt og sýni fram á að kynlíf geti verið heilbrigt og hluti af mannlegri tilveru.
    Hægt er að nálgast vefsíðuna á eftirfarandi vefslóðum: http://www.kynfraedsla.is og http://kynfraedsla.wix.com/fyriralla

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 2.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynfræðsla fyrir alla. Greinargerð með vefsíðu.pdf407.67 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna