en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16349

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif fræðslu á þekkingu : fræðsla um lykilhugtök og aðferðir heildstæðrar atferlisþjálfunar fyrir börn með þroskafrávik
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er unnin sem B.A. verkefni við Íþrótta-,tómstundar- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2013. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn byggir á fræðilegri umfjöllun um þroskafrávik, annars vegar þroskahömlun og hins vegar einhverfu, einkenni, orsök og algengi. Einnig er stutt samantekt um heildstæða atferlisþjálfun sem og fræðslu til foreldra og starfsmanna. Í seinni hluta verkefnisins er svo farið í niðurstöður rannsóknar sem gerð var á námskeiði um heildstæða atferlisþjálfun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið var á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í byrjun árs 2013. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig lykilhugtök atferlisþjálfunar skila sér til þátttakenda á þessu námskeiði. Alls tóku 28 þátttakendur þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að námskeiðið hafi skilað sér í aukinni þekkingu þátttakenda á aðferðum atferlisþjálfunar. Mismikil aukning þekkingar var á þeim undirþáttum sem kannaðir voru en í heildina má segja að þekking þátttakenda á viðfangsefni námskeiðsins hafi aukist. Fyrir námskeið svöruðu þátttakendur að jafnaði 55,3% spurninga um atferlisþjálfun rétt en eftir námskeið svöruðu þeir 72,6% spurningum rétt, þannig að þekking þeirra jókst að jafnaði um 31,3%. Samanburður á þessum miðgildum fyrir og eftir námskeið með Wilconxon-prófi leiddi í ljós marktæka aukningu á þekkingu þátttakenda. Mest bættu þeir þátttakendur við sig sem voru undir miðgildi fyrir námskeið og þeir sem ekki höfðu lokið námi við háskóla.

Accepted: 
  • Sep 3, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16349


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hafdis Lilja-ritgerd-2013.pdf1.52 MBLocked Until...2065/06/01HeildartextiPDF