is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16351

Titill: 
  • Sjálfsmynd og unglingsár : samspil reglubundinnar hreyfingar við sjálfsmynd unglinga með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta BA verkefni er rannsóknarritgerð sem byggir á áður birtum heimildum. Markmiðið er að skoða hvaða áhrif reglubundin hreyfing hefur á sjálfsmynd unglinga með þroskahömlun. Hér er fjallað um mismunandi sjónarhorn á fötlun og kenningar helstu fræðimanna um sjálfsmyndina og sjálfstraustið. Farið verður yfir rannsóknir sem gerðar hafa verið á sjálfsmynd ófatlaðra unglinga annars vegar og unglinga með þroskahömlun eða aðra fötlun hins vegar með það að leiðarljósi að athuga hvort munur sé á hópunum tveimur. Einnig verður farið yfir rannsóknir á áhrifum hreyfingar á sjálfsmyndina og andlega vellíðan og útfrá þeim niðurstöðum dregnar ályktanir. Leitað verður svara við rannsóknarspurningunni „hefur reglubundin hreyfing jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga með þroskahömlun og hvaða þættir sjálfsmyndar eru það sem helst verða fyrir áhrifum?“. Unglingsárin eru umrótasamur tími og það er margt sem hefur áhrif á sjálfsmynd unglinga, bæði innra með þeim sjálfum og utanaðkomandi þættir. Útlitsdýrkun samtímans sem upphafin er af fjölmiðlum og jafnöldrum getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga sem ekki falla inn í normið, hvort sem það er vegna fötlunar eða annarra þátta. Líkamsmynd unglinga getur verið brothætt og átröskunarsjúkdómar koma oft fram á þessum árum. Átröskun er einnig algeng meðal fatlaðs fólks, þá sérstaklega fólks með þroskahömlun. Reglubundin hreyfing getur bætt líkamsmyndina, aukið sjálfstraustið og bætt sjálfsmyndina í kjölfarið. Reglubundin hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða, sem einnig getur haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins. Þegar íþróttir eru stundaðar eru félagsleg samskipti oftar en ekki í fyrirrúmi og oft er þetta vettvangurinn þar sem einstaklingur sem upplifir sig utangarðs í skólaumhverfinu blómstrar og líður vel. Það er því líka félagslega sjálfsmyndin sem græðir á reglubundinni hreyfingu.

Samþykkt: 
  • 3.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerðHelga.pdf552.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna