is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16352

Titill: 
  • Það læra börnin sem fyrir þeim er haft : fötlun í barnabókum
  • Didda, Doddi og dýrin í sveitinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bókin Didda, Doddi og dýrin í sveitinni er myndabók fyrir yngstu kynslóðina. Sagan segir frá Diddu sem er fjögurra ára gömul stúlka og notar hjólastól. Með bókinni viljum við kynna ungum börnum fyrir fjölbreytileika mannlífsins, þar sem við leggjum áherslu á sýnileika og jákvæða mynd af fötlun. Rauði þráðurinn í bókinni er að sýna hvernig hægt sé að stuðla að þátttöku allra með lausnamiðaðri nálgun. Þar sem sögupersónurnar hjálpast að við að finna leið til þess að allir hafi tækifæri til þess að taka þátt.
    Bókinni fylgir greinagerð sem fjallar um barnabókmenntir almennt, hvað bækur gera fyrir börn, fræðslugildi þeirra og mikilvægi þess að lesa upphátt fyrir börn. Þar á eftir er komið sérstaklega inn á myndabækur, þar sem barnabókin okkar er myndabók. Við fjöllum svo um hvaða hugmyndir börn hafa um fötlun og í framhaldi af því hvernig fötlun birtist í barnabókum og þær staðalímyndir sem birtast í dægurmenningunni. Eftir þessa fræðilegu umfjöllun er komið að sjálfri bókinni þar sem gerð er grein fyrir söguþræði hennar, fræðilegum bakgrunni og boðskapi sögunnar.

Athugasemdir: 
  • Jóhanna Þorleifsdóttir myndskreytti barnabókina: Didda, Doddi og dýrin í sveitinni.
Samþykkt: 
  • 3.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Fötlun í barnabókum.pdf649.17 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
barnabók.pdf4.06 MBLokaður til...31.05.2133BarnabókPDF