is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16355

Titill: 
  • Stuðningur við jákvæða hegðun (PBS) og Skóli án aðgreiningar : hvernig getur PBS stuðlað að betri árangri í skóla án aðgreiningar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um heildstæða agastjórnunarnálgunina Positive Behaviour Support (PBS) sem á íslensku hefur verið þýtt sem Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun en hugmyndafræðin hefur verið að ryðja sér til rúms í leik- og grunnskólum hér á landi undanfarin ár. Einnig er fjallað um skóla án aðgreiningar, að öll börn hafi sama rétt til að ganga í sama skóla óháð frávik barns. Þar sem skóli án aðgreiningar hefur ekki verið að koma vel út úr skoðanakönnunum ákváðum við að athuga hvort hugmyndafræði PBS gæti hjálpað til við það aðhald sem skóli án aðgreiningar þarfnast, þar sem allir skulu sitja sem jafnast við borðið. Einnig veltum við fyrir okkur hvort fagaðilar eða þroskaþjálfi geti stuðlað að enn betri árangri með fagþekkingu sinni. Þroskaþjálfinn er menntaður til að sinna öllum sem eru með frávik í þroska. Í ljósi þessara neikvæðu útkomu úr könnunum um skóla án aðgreiningar er ljóst að finna þarf einhver úrræði til að bæta árangur þessarar stefnu. Okkar niðurstöður eru að hugmyndafræði PBS er ein leið til að bæta þróunina um skóla án aðgreiningar með aukningu fagfólks/þroskaþjálfa innan skólanna svo hægt sé að mæta þörfum allra nemenda í skólum.

Samþykkt: 
  • 3.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Stuðningur við jákvæða hegðun og skóli án aðgreinigar.pdf635.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna