is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16366

Titill: 
  • Út í vitann: Þýðing á bókinni To the Lighthouse eftir Virginiu Woolf og greinargerð um þýðingarferlið
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi meistararitgerð í þýðingafræðum við Háskóla Íslands er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er fræðileg greinargerð í þremur köflum sem ég vann samhliða þýðingu minni á skáldsögunni To the Ligthouse eftir breska rithöfundinn Virginiu Woolf (1882-1941). Í seinni hlutanum er þýðing mín á verki Virginiu í heild sinni sem ég kalla Út í Vitann. Efni greinargerðarinnar er að meginhluta helgað verki Virginiu og þýðingu minni á því. Bókin kom fyrst út á frummálinu árið 1927 en hún er harla frábrugðin hefðbundnum skáldsögum að forminu til. Hún er skrifuð undir áhrifum frá kenningum módernismans en módernistar höfnuðu meðal annars hefðbundinni framsetningu á tíma og raunveruleika í verkum sínum. Verk Woolf er því ekki alltaf í hefðbundinni tímaröð, eins og lesendur skáldsagna eiga að venjast, og þá eru skilin á milli hins raunverulega og hins ímyndaða nokkuð óljós á köflum. Ennfremur beitir höfundurinn markvisst stílbrigðunum vitundarstreymi (e. Stream of consciousness) og hugsuðu tali (e. Interior monologue) sem er afbrigði af vitundarstreymi. Þar með er setningaskipan skáldsögunnar markvisst brotin upp til að reyna að líkja eftir hugsun mannsins. Textinn flæðir því ósjaldan áfram eins og hugur mannsins, sem veður úr einu í annað, og skiptingar á milli sjónarhorna eru tíðar. Þegar ég þýddi To the Lighthouse yfir á íslensku var í mörg horn að líta. Ég hafði hliðsjón af þremur þýðingarkenningum við þýðinguna sem kenndar eru við Friedrich Schleiermacher, Eugene A. Nida og Katharinu Reiss. Þá ákvað ég að reyna að viðhalda ritstíl Virginiu Woolf í lengstu lög, án þess þó að þvinga íslenskuna í óeðlilegt far. Afrakstur þýðingarvinnunnar má finna í greinargerðinni sem hér fer á eftir.

Samþykkt: 
  • 4.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersverkefni HH, 3.sept, lokaskjal.pdf10.18 MBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF