Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16370
Þetta lokaverkefni er þýðing á nokkrum köflum úr sögunni Dauðarósir eftir Arnald Indriðason. Ritgerðin skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er greinargerð um mikilvæga þætti í þýðingum. Í fyrsta kafla er fjallað um ævi höfundar og söguþráð verksins og gerð er grein fyrir ástæðu þess að bók Arnaldar var valin. Í öðrum kafla er rætt um ýmis grundvallarhugtök í þýðingafræði. Í þriðja kafla var gerð grein fyrir alls konar vandamálum og þau m.a. skoðuð út frá þeim viðmiðunum sem rædd voru í öðrum kafla. Í fjórða kafla eru lokaorð. Í síðari er þýðingin sjálf.
Þekking á tungumáli gerir okkur kleift að skilja menningu samfélagsins. Slík þekking gefur okkur þó ekki vald til að þýða texta. En með auknum skilningi á málunum skildi ég betur og betur að margt hefur áhrif á þýðinguna enda þarf að taka tillit til fjölmargra þátta, t.d. markhóps, þýðingaraðferða, menningu beggja samfélagann o.s.frv. Þýðingaraðferðir voru kynntar til leiks og ég valdi aðferðina sem byggist á grundvelli tjáningar. Það er greinilega erfitt að endurspegla frumtextann nákvæmlega af einu máli yfir á annað. Markmið mitt var að koma einkennum höfundarins til skila en ég lagði mig líka mig fram að færa marktextann í pólskan búning. Þýðingin mín var orðuð á pólskan hátt samkvæmt pólskum málvenjum.
Ástæða þess að ég valdi þýðingu sem lokaverkefni er sú að ég vildi að afla mér meiri vitneskju um þýðingafræði og auka orðaforða minn í íslensku. Til þýðingarinnar kaus ég bók sem vakti athygli mína frá upphafi til enda þegar ég las hana og þess vegna vona ég að vinna mín skili viðunandi árangri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_PATRYCJA_SZYMANSKA.pdf | 871.38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |