is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16371

Titill: 
  • Um ógildingu og óvirkni erfðaskráa
  • Titill er á ensku On the Invalidation and Ineffectiveness of Wills
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Erfðaskrá verður yfirleitt ekki ógild án véfengingar. Í því felst að þótt einhver annmarki sé á erfðaskrá og jafnvel þótt að hann sé nokkuð augljós ber almennt að líta svo á að erfðaskráin sé formlega gild, þar til að erfðaskráin hefur verið ógilt með formlegum hætti. Það gerist oftast með frumkvæði aðila sem hefur nægilegra hagmuna að gæta og rengir erfðaskrána.
    Reynist erfðaskrá vera ógild getur það hvort heldur sem er, verið vegna formbresta t.d. varðandi undirritun og vottfestingu eða vegna efniságalla sem stundum eru nefndir aðrar ógildingarástæður. Aðrar ógildingarástæður erfðaréttarins eru að flestu leyti mjög sviplíkar ógildingarástæðum samningaréttar. Þó er um að ræða vissan áherslumun og um leið efnismun varðandi suma þætti ógildingarheimilda á fyrrnefndum sviðum lögfræðinnar. Ástæðan er sú að skilyrðin sem felast í hugtökunum á hvoru réttarsviðinu fyrir sig, þurfa ekki að vera nákvæmlega þau sömu. Í erfðaréttinum er það viljakenningin sem ræður ríkjum, en traustskenningin er í forgrunninum í hinum almenna fjármunarétti. Þegar erfðaskrá er óvirk eða óframkvæmanleg getur það verið að öllu leyti eða að hluta. Þegar sú staða er uppi að erfðaskrá er óvirk að hluta, svífur yfir vötnum það túlkunarsjónarmið, sem á við löggerninga almennt, að ákvæði löggernings verði virk en falli ekki um sjálf sig. Þýðing þessa sjónarmiðs beinist hér að því, að hafa skal til leiðsagnar hver var vilji arfleifanda.
    Í II. kafla, að loknum inngangsatriðum í I. kafla sbr. hér að ofan, berst umfjöllunin nánar að véfengingu á erfðaskrám. Því næst, í III. kafla, kemur til tals flokkaskipting ógildingarástæðanna sem skiptast í formgalla og efnisgalla, en að auki er fjallað um inntak danskra eðlislíkra lagaákvæða um ógildingarástæður. Meginefni IV. kafla er arfleiðsluhæfið sem er ein tegund gerhæfis, í þessu sambandi, hæfið til að gera löggerning á sviði erfðaréttar. Þegar í V. kafla er komið tekur umfjöllunin til sönnunar, sönnunarbyrði og matsgerða á sviði erfðaréttar. Í VI. kafla berst talið að fágætum tilvikum sem upp geta komið og valdið ógildi erfðaskrár. Í VII. kafla er snert á álitaefnum varðandi ófædda menn, langlífari maka og sambúðarfólk. Í umfjöllun VIII. kafla verða þau álitaefni þegar arfleifandi ráðstafar arfi umfram arfleiðsluheimild í brennideplinum, auk þess sem gerð verður grein fyrir nýlegri þróun sem átt hefur sér stað í kjölfar hinnar nýju dönsku arfleiðsluheimildarreglu. Inntak IX. kafla hefur að geyma umfjöllun um ógildingu á erfðaskrá þegar arfur er bundinn kvöð, en heimild til kvaðabindingar arfs er mismunandi eftir því hvort um skylduerfingja er að ræða eður ei. Sjónarmið um túlkun erfðaskrár spanna X. kafla, þar sem gert er grein fyrir skýringar- og fyllingarsjónarmiðum í því tilliti. Lokakafli ritgerðarinnar, XI. kafli, lýkur svo umfjölluninni þar sem horft verður yfir farinn veg og niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 4.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3_sept_LOKAEINTAK_Undirbúningur_pdf.pdf882.6 kBLokaður til...01.01.2023HeildartextiPDF