is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16381

Titill: 
 • Skuldbindingargildi laga. Sjónarhorn Joseph Raz
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er megináherslan lögð á kenninguna um skuldbindingargildi laga sem Joseph Raz setur m.a. fram í bók sinni “The Morality of Freedom”. Því er ekki haldið leyndu að uppbygging ritgerðarinnar tekur mið af aðferð Raz og bókarkafla hans um vald (e. authority) og skuldbindingargildi laga enda tilgangurinn að lýsa réttarheimspeki hans og kenningu hans um skuldbindingargildi laga. Ritgerðin verður samt sem áður ekki einungis lýsandi túlkun á kenningu hans, heldur mun einnig verða tekið tillit til almennrar og sérstakrar gagnrýni frá skrifum annarra fræðimanna. Einnig verður gerð tilraun til þess að gagnrýna og taka afstöðu til bæði kenningar hans og gagnrýni annarra fræðimanna, ásamt því að koma Raz til varnar á stöku stað. Þó mun hógværð, virðing og lítillæti vera í fyrirrúmi þar sem fróðari menn munu betur sjá hvað „er“ og „á“ að vera.
  Ef ein spurning ætti að vera í forgrunni er varðar efni ritgerðarinnar væri hún einfaldlega „hver er afstaða, hugmynd eða kenning Josephs Raz um skuldbindingargildi laga?“
  Til að byrja með er fjallað almennt um réttarheimspeki og nokkuð um fyrirrennara Raz og hugmyndir þeirra um skuldbindingargildi laga. Þá næst er fjallað almennt eða í rýmri merkingu um valdshugtakið (e. authority) eða skuldbindingargildi. Hvaða sjónarmið gilda um skuldbindingargildi tilskipana eða gerða er koma frá valdhafa.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru kaflar sem fjalla um fyrirrennara Raz, almennt um réttarheimspeki og um skuldbindingargildi eða vald í rýmri merkingu. Því næst, þá í síðari hluta ritgerðarinnar, er fjallað um skuldbindingargildi laga en það er meginkaflinn í ritgerðinni. Þá er ekki rétt að hengja sig á lengd kaflanna varðandi mikilvægi því oft á tíðum þarf að fjalla um grunnhugmyndir í lengra máli til að leiða sig að meginhugmyndinni. Það er a.m.k. upplifun höfundar á réttarheimspeki Raz.
  Því næst kemur kafli þar sem helstu niðurstöður eru reifaðar. Þar verður m.a. reynt að koma kenningunni fyrir í stuttum og einföldum texta, ásamt því að reifa þá gagnrýni á kenningu Raz sem einna helst hittir í mark miðað við hvað hann lagði upp með.

Samþykkt: 
 • 5.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldbindingargildi laga - Sjónarhorn Joseph Raz.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna