is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16383

Titill: 
  • Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið handrukkun er ekki lagalegt hugtak. Hugtakið er þó flestum kunnugt og mikið notað í umræðu um brot eins og rán og fjárkúganir sem og ógnanir og hótanir. Er þörf á að skilgreina það hugtak eða jafnvel lögfesta sérstakt ákvæði um þá háttsemi sem falin er í hugtakinu handrukkun? Það er meðal annars tilgangur þessarar ritgerðar að reyna að svara þeirri spurningu, en einnig verður leitast við að svara öðrum spurningum um almenn hegningarlög nr. 19/1940 , svo sem þeirri grundvallarspurningu um hvort hegningarlögin veita nægjanlega refsivernd gagnvart því þjóðfélagsmeini sem handrukkun er? Hugtakið handrukkun verður skilgreint en því næst verður fjallað um birtingarmynd handrukkunar í almennum hegningarlögum. Efni þeirra kafla verður takmarkað við ákveðin ákvæði en ekki þykir ástæða til þess að fjalla um önnur brot sem hæglega geta tekið til háttseminnar svo sem ákvæði 260. gr. hgl. um gertæki og 257. gr. hgl. um eignaspjöll. Fjallað verður um brot gegn friðhelgi einkalífs og heimilis. Þar verða til sérstakrar umfjöllunar ákvæði 233. gr. hgl. um ólögmæta hótun og 231. gr. hgl. sem fjallar um svokallað húsbrot. Það fyrra má kalla frumstig handrukkunar enda er hótun oftar en ekki upphaf mála af þessu tagi. Þá verður sjónum sérstaklega beint að því hvað gerir hótun ólögmæta og hvort að óljósar, dulbúnar hótanir geti fallið undir ákvæði 233. gr. hgl. Verður ákvæði 231. gr. hgl. jafnframt skoðað með hliðsjón af dómaframkvæmd og því velt upp hvaða hlutverki ákvæðið hefur að gegna í þeim málum sem einnig er brotið gegn öðrum, sérhæfðum og alvarlegum brotum hegningarlaga. Einnig verður sjónum beint að ákvæðum almennra hegningarlaga um ofbeldi, því slíkum aðferðum er nánast undantekningarlaust beitt við handrukkun og er eitt aðaleinkenni háttseminnar. Þá verða brot gegn frjálsræði manna til umfjöllunar en þau brot eru mjög einkennandi fyrir handrukkunarmál. Í fjölmörgum þeirra mála sem fjallað verður um í ritgerðinni er brotaþoli sviptur frelsi sínu og í kjölfarið neyddur til þess að gera eittvað sér til minnkunar. Rýnt verður að einhverju marki í skilin milli ákvæða 225. gr. og 226. gr. sem og mörkin milli 1. og 2. mgr. 226. gr. með tilliti til handrukkunar. Þau ákvæði auðgunarbrotakaflans sem hvað helst eiga við um háttsemina eru fjárkúgunarákvæði 251. gr. og ránsákvæði 252. gr. hgl. Gerð verður sérstaklega grein fyrir dómaframkvæmd um mál af þessu tagi og hliðstæð ákvæði í dönsku og norsku hegningarlögunum kynnt. Mörkin milli þeirra tveggja ákvæða koma til sérstakrar skoðunar í ályktunarkafla. Að lokum verður samantekt á efni ritgerðarinnar en þar verða rök færð með og á móti lögfestingu sérstaks ákvæðis um handrukkun.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki ritgerðarinnar sem er geymd í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasaffni
Samþykkt: 
  • 5.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PBP_MA_TILBÚIÐ_5.sept..pdf1,31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna