is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16385

Titill: 
  • Lítinn spöl frá Köldukvísl. Sýning á Vegamótum á Snæfellsnesi um draugasögur á Kerlingarskarði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af lokaverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Lítinn spöl frá Köldukvísl er sýning sem sett var upp á Vegamótum á Snæfellsnesi. Sýningin var opnuð 1. júní 2013 og byggir hún á sögum af Kerlingarskarði, bæði gömlum drauga– og þjóðsögum sem og upplifunum fólks af skarðinu í seinni tíð.
    Fjölbreyttar miðlunarleiðir eru notaðar á sýningunni og eru þær spjöld, upptökur, ljósmyndir og hefti með sögum. Meðal annars er fjallað um Skriðu-Fúsa, Kerlinguna og Smaladysjar, auk fróðleiks um sæluhúsin og Vegamót. Sýningargestir geta hlustað á upptökur af frásögnum fólks sem lent hefur í hrakningnum á skarðinu og einnig skoðað gamlar ljósmyndir og blaðaúrklippur. Í þessari greinargerð er greint frá hugmyndinni á bak við verkefnið, hvernig hugmyndin varð til og hvernig sýningin varð að veruleika, auk þess sem farið er í gegnum vinnuferlið. Einnig verður fjallað um þær miðlunarleiðir sem notast er við á sýningunni.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentaða eintakinu.
Samþykkt: 
  • 5.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjördís Pálsdóttir - Lítinn spöl frá Köldukvísl.pdf4.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna