is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16390

Titill: 
  • Nýslegin fortíð. Af unglingum, popptónlist og fortíðarþrá í bandarískum meginstraumsmyndum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frá því á áttunda áratug síðustu aldar hefur nostalgía, eða fortíðarþrá, verið algengt stef í bandarískum meginstraumskvikmyndum. Fortíðarþrá hefur þann sérstaka eiginleika að vekja tilfinningar sem byggja bæði á gleði og sorg og vinnur á meðvitaðan hátt með togstreituna þar á milli. Í þessari ritgerð er fjallað um nostalgíumyndir. Áhersla er lögð á þær kvikmyndir sem snúa að vexti og þroska unglinga og ungs fólks, og eru annars vegar eftirstríðsárin og hins vegar níundi áratugurinn tekin sérstaklega fyrir, en tímabilin tvö eru helstu viðfangsefni nostalgíumynda sem snúa að ungu fólki.
    Uppruni hefðarinnar er skoðaður og fléttaðir saman þeir ólíku þræðir sem nostalgíumyndir byggja á. Farið er í markvissa notkun kvikmyndaiðnaðarins á endurliti nostalgíunnar og fjallað um hvaða þættir eru nýttir hvað mest við framsetningu fortíðarþrár, einkum hvað varðar tónlist og hugmyndafræðileg einkenni. Nostalgíur eru skoðaðar frá fræðilegu sjónarhorni og sú umræða þrædd saman við nýmarxíska greiningu á auðvaldinu. Sýnt er hvernig nostalgían er markvisst nýtt til þess að viðhalda „gömlum og góðum“ gildum um búsetuhætti, kynhlutverk og fleira í þeim dúr í þeim tilgangi að viðhalda kapítalísku gangvirki menningariðnaðarins stöðugu. Fjallað er um hvernig nostalgían réttlætir kúgun t.d. kvenna og þeldökkra með þöggun samfélagslegra vandamála. Að lokum er sjónum beint að því hvernig nostalgían innlimar ný tímabil í táknkerfi fortíðarinnar og sýnt hvernig yngri nostalgíumyndir vinna með hugmyndafræðileg og fagurfræðileg einkenni úr eldri myndum - og staðfesta það kerfi sem stjórnar framleiðslunni.

Samþykkt: 
  • 5.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nyslegin_Fortid_Helga_Jonsdottir.pdf8.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna