en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16404

Title: 
 • Title is in Icelandic Sveitarfélög á Íslandi 1872-2012. Lýðræði í löggjöf. Forsaga lagabreytinga og ferli endurskoðunar
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðfangsefni rannsóknarinnar er þróun lýðræðisákvæða í lögum um sveitarstjórn á Íslandi á tímabilinu 1872 til 2011 með tilliti til samskipta stjórnvalda og borgara. Dregnir eru fram helstu áhrifaþættir á þróun löggjafarinnar, aðdragandi að endurskoðun laga og hvernig staðið hefur verið að heildarendurskoðun þeirra þegar ákvæði lýðræðis hafa verið tekin til sérstakrar skoðunar.
  Reynt er að leggja mat á þróun kosningaréttar og kjörgengis, þróun beinnar þátttöku, hlut tjáningar- og upplýsingafrelsis, þróun í fjölda kjörinna fulltrúa og einnig lagaákvæða um sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Sömuleiðis er litið til aðdraganda að ákvörðun um endurskoðun og hvernig staðið hefur verið að slíkri endurskoðun með stuðningi greiningarmódela.
  Rannsóknin er að mestu byggð á frumheimildum út frá sögulegu sjónarhorni, tölfræðilegum upplýsingum og viðtölum við þátttakendur í heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga á árunum 1981–1985 og 2010–2011.
  Helstu niðurstöður eru þær, að þó margt hafi áunnist við að treysta lýðræðislegan grundvöll sveitarstjórnarlaga, hafa ákveðnir þættir þróast til verri vegar fyrir lýðræðið. Endurskoðun laga um sveitarstjórn hefur mótast af málamiðlun ólíkra pólitískra sjónarmiða og hagsmuna, frekar en hugmyndafræði eða heildstæðum hugmyndum. Áhugi, þekking og trú kjörinna fulltrúa á lýðræði, jafnt á Alþingi sem og í sveitarstjórnum, virðist almennt ekki mikil og ferli heildarendurskoðunar laga um sveitarstjórn hefur verið ferð án fyrirheita og til þess fallin að kalla fram tilviljanakennda frekar en markvissa niðurstöðu.

Accepted: 
 • Sep 6, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16404


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MPA ritgerð Ingimundur Einar Grétarsson 05.09.2013.pdf1.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open