is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1641

Titill: 
  • Áhrif myndbandseftirhermunar á samskipti barns með einhverfu við jafningja sína í raunverulegum aðstæðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsfærni er mikilvægur þáttur í þroska barna og nauðsynlegur í tengslamyndun þeirra við jafningja sem og fullorðna. Skert félagsfærni er einn af þeim meginþáttum sem einkenna börn með einhverfu og hafa bæði rannsóknir og íhlutun miðað að því að bæta þennan þátt. Myndbandseftirhermun er ein þeirra aðferða sem notuð hefur verið og hefur hún sýnt góðan árangur. Í þessari rannsókn var meginmarkmiðið að athuga hvort myndbandseftirhermun hefði þau áhrif að töf að félagslegu frumkvæði styttist hjá barni með einhverfu gagnvart jafningjum sínum í raunverulegum aðstæðum. Einnig var skoðað hvort notkun myndbandseftirhermunar yrði til þess að tíðni félagslegra samskipta myndu aukast sem og tími sem varið var í félagsleg samskipti í þessum sömu aðstæðum. Þátttakandinn var 10 ára drengur með einhverfu sem horfði á 35 sekúndna langt myndband sem sýndi dreng koma inn í herbergi og eiga frumkvæði að samskiptum við tvo drengi sem voru þar að leik. Eftir að frumkvæðið hafði átt sér stað átti drengurinn í samskiptum við hina drengina í gegnum leik. Rannsóknin var framkvæmd í skóla drengjanna og í kennslustofu sem þeir voru vanir að hafa afnot af og var því um raunverulegar aðstæður að ræða. Rannsóknarsniðið sem notast var við var margfalt grunnlínusnið þar sem mælingar fóru fram í mismunandi aðstæðum. Munurinn á aðstæðunum fólst í að mismunandi einstaklingar voru í hvorum aðstæðum fyrir sig auk drengsins með einhverfu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að töf að félagslegu frumkvæði styttist eftir að drengnum með einhverfu var birt myndbandið. Einnig jókst tíðni félagslegra samskipta sem og tími sem varið var í þau. Töf að félagslegu frumkvæði minnkaði greinilega í báðum aðstæðum eftir að myndbandið var birt en áhrifin á tíðni samskipta og tíma sem varið var í þau voru ekki jafn greinileg né stöðug á milli aðstæðna.

Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif myndbandseftirhermunar á samskipti barns með einhverfu við jafningja sína í raunverulegum aðstæðum.pdf1.03 MBOpinn"Áhrif myndbandseftirhermunar á samskipti barns með einhverfu við jafningja sína í raunverulegum aðstæðum"-heildPDFSkoða/Opna