is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16410

Titill: 
  • Spilað með orðin : greinargerð með málörvunar- og hreyfispili
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefnið sem lagt er fram er tvíþætt. Annarsvegar er um að ræða greinargerð þar sem fjallað er á fræðilegan hátt um málþroska barna, málörvun og mikilvægi hreyfingar fyrir börn. Hinn hluti verkefnisins er málörvunar- og hreyfispil fyrir börn á leikskólaaldri sem byggir á fræðilegum hluta greinargerðarinnar. Í greinargerðinni er einnig sagt ítarlega frá spilinu og uppbyggingu þess. Markmið spilsins er að örva bæði málskilning og máltjáningu barna á aldrinum fjögurra til sex ára og koma til móts við hreyfiþörf barnanna um leið. Miklu máli skiptir að málörvun hafi farið fram hjá börnum sem glíma við frávik í málþroska áður en grunnskólaganga hefst. Ástæða þess er bæði vegna þess að börn eru sérlega næm fyrir tungumálum á leikskólaaldri en einnig vegna þess að sýnt hefur verið fram á að góð námsgeta á grunnskólaárum byggir meðal annars á góðum málþroska við lok leikskólagöngu. Markviss málörvun í leikskólum er því mikilvæg og tel ég að námsefni í formi spils geti verið góð leið til málörvunar. Það sem greinir þetta spil frá ýmsum öðrum málörvunarspilum er áhersla á hreyfingu. Börn hafa yfirleitt mikla hreyfiþörf og eru kostir hreyfingar fyrir börn margir. Ég tel því að kennsla sem einkennist af málörvun og hreyfingu í bland sé tilvalin fyrir börn í leikskólum.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spilað með orðin.pdf322,63 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf93,15 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna