is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16411

Titill: 
  • Almenningsbókasöfn sem torg mannlífs: Nýting rýmis almenningsbókasafna út frá starfsemi þeirra og hugmyndum um söfnin sem þriðja staðinn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýtingu og skipulag á rými almenningsbókasafna og hvaða áhrif rými hefur á þá starfsemi og þjónustu sem í boði er á almenningsbókasöfnum. Einnig var hugmyndin um þriðja staðinn skoðuð og hvaða hugmyndir bókasafns- og upplýsingafræðingar hafa um framtíðarstarfsemi bókasafna. Notuð var eigindleg aðferðafræði við rannsóknina og opin viðtöl tekin við sjö bókasafns- og upplýsingafræðinga á sex almenningsbókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu september 2012 til apríl 2013. Í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma sem ætlað var að leiða í ljós svör við rannsóknarspurningunum sem lagðar voru til grundvallar. Helstu niðurstöður benda til að þónokkur endurskipulagning á rými á sér stað til að koma til móts við þá fjölbreyttu þjónustu og starfsemi sem fer fram á almenningsbókasöfnunum. Rýmið getur haft hamlandi áhrif, sveigjanleiki er lykilatriðið og að búnaður sé færanlegur. Það kom einnig fram að ýmis starfsemi önnur en sú hefðbunda starfsemi almenningsbókasafna á sér stað. Ýmsir aðilar og hópar eru í auknu mæli farnir að nýta sér aðstöðu almenningsbókasafna og mikið er um viðburði skipulagða af starfsfólki og utanaðkomandi aðilum. Bókasafns- og upplýsingafræðingar sjá fyrir sér bjarta framtíð almenningsbókasafna. Bókasöfnin verða áfram hlutlaus staður sem almenningur sækir til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Áherslan snýr í auknu mæli að því að skapa stað til að vera á, þar sem allir þjóðfélagsþegnar koma saman og upplifa, andrúmsloftið afslappað og notalegt.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS eintak2.pdf498.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna