is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16412

Titill: 
  • Teikning í handriti Uppsala-Eddu og átta endurgerðir hennar. Lýsing, túlkun og samanburður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um teikningu í Uppsala-Eddu þar sem Gangleri spyr Háan, Jafnháan og Þriðja um heimsmynd goðanna. Handritinu DG 11 4to frá um 1325 er lýst, rakin saga þess og teikningin greind. Kannað er hvernig túlkun teiknarans samræmist frásögn Snorra. Það merkilega er að teiknarinn kvengerir Háan. Á sama hátt er gerð grein fyrir átta endurgerðum teikningarinnar. Elst þeirra er teikning Jóns lærða í uppskrift hans á Uppsala-Eddu frá um 1638. Hann gerir konungana alla að karlmönnum og er því nær túlkun Snorra. Þá eru þrjár sænskar endurgerðir teikningarinnar sem birtust í prentuðum bókum á árunum 1664 til 1679 og þar sem vísað er í Uppsala-Eddu. Sænsku fræðimennirnir endursköpuðu merkingu teikningarinnar í þjóðernisanda og tengdu hana við hof í Uppsölum. Í túlkun þeirra breyttist Hár í Frigg. Loks eru það fjórar endurgerðir Jakobs Sigurðssonar á Kirkjubæ í Hróarstungu sem birtust í þremur pappírshandritum Snorra-Eddu á árunum 1760-1765. Þær eru litaðar. Í þeim er andlit Ganglera ómennskt og konungarnir hálfgerð fífl. Hér fjalla kristnir menn um ókristilegt efni sem augljóslega hefur verið hálfgert guðlast.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdir_forsida_1.pdf30.01 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
ritgerdir_titilsida.pdf6.45 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
UppsalaEddaMyndir_Gerdur_LR2.pdf2.5 MBOpinnPDFSkoða/Opna
Uppsala-Edda. Ritgerð2012.pdf367.71 kBOpinnPDFSkoða/Opna