is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16414

Titill: 
  • Þroskahömlun og spilafíkn : hvaða úrræði eru í boði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um einstaklinga með þroskahömlun sem kljást við spilafíkn. Spilafíkn er vaxandi vandi í vestrænum ríkjum og eru þroskahamlaðir einstaklingar ekki undanskildir. Einstaklingar með þroskahömlum hafa aðgang að meðferðarúrræðum sem í boði eru á Íslandi fyrir fólk sem á við spilafíkn að stríða. Úrræðin sem standa þeim til boða eru þau sömu og fyrir ófatlað fólk. Þegar vandinn gerir vart við sig er spilafíklum ráðlagt að panta viðtal hjá ráðgjafa SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis-og vímuefnavandann). Einnig er þar í boði að mæta í stuðningshópa og helgarmeðferðir.
    Fólk með þroskahömlun hefur í gegnum tíðina þurft að berjast fyrir rétti sínum og lendir enn þann daginn í dag undir í samfélaginu. Þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga með þroskahömlun sem eru að kljást við spilafíkn ber að huga vel að sjálfræði þeirra og mikilvægt er að ákvarðanir þeirra séu virtar. Mælt er með því að fagfólk eða aðstandendur bjóði spilafíklinum aðstoð við að nýta þau úrræði sem eru í boði en það skal vera gert á forsendum spilafíkilsins. Ber því að huga að valdeflingu sem felst í því að hjálpa einstaklingum að ná tökum á eigin lífi og verður það hugtak ávallt mikilvægara í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Mikilvægt er að þroskahamlaðir einstaklingar fái aðstoð við að taka ábyrgð á eigin lífi, sérstaklega ef þeir eru að kljást við spilafíkn.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL aðal.pdf588.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna