is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1642

Titill: 
  • Áhrif farsímanotkunar á athygli reyndra og óreyndra ökumanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að farsímanotkun hefur truflandi áhrif á athygli þegar verið er að aka bíl (Redelmeier og Tibshirani, 1997; Strayer, Drews og Crouch, 2003; Strayer, Drews og Johnston, 2003; Strayer og Johnston, 2001). Þessi áhrif farsímanotkunar á athygli bílstjóra er meiri heldur en til dæmis það að hlusta á útvarpssögu (Consiglio, Driscoll, Witte og Berg, 2002; Strayer og Johnston, 2001) og bendir margt til að farsímanotkun bílstjóra dragi úr getu þeirra til að stjórna bifreiðinni á öruggan hátt. Rannsóknir benda einnig til að ekki skipti máli hvort handfrjáls búnaður er notaður eða handfastur.Mörgum spurningum er þó enn ósvarað í þessu sambandi. Til dæmis er óljóst hvort reynsla ökumanna skipti máli, þannig að reyndir ökumenn verði fyrir minni truflandi áhrifum af farsímanotkun en óreyndir.
    Í þessari rannsókn voru áhrif farsímanotkunar og útvarpshlustunnar á athygli reyndra og óreyndra ökumanna skoðuð. Þrjátíu og þrír ökumenn tóku þátt í rannsókninni. Reyndari ökumennirnir voru á aldrinum 35 til 45 ára og höfðu haft bílpróf í 15 ár eða lengur, óreyndu ökumennirnir voru einstaklingar á aldrinum 17 til 18 ára og höfðu haft bílpróf í eitt ár eða skemur.
    Notast var við svokallað eltiverkefni í tölvu þar sem þátttakendur notuðu músina til að halda kassa inni í öðrum kassa sem hreyfðist tilviljunarkennt um tölvuskjá. Einnig áttu þátttakendur að bregðast við ef kassinn blikkaði rauður ( mæling á athygli). Eltiverkefnið var framkvæmt eitt og sér og einnig samtímis því að framkvæma ákveðið verkefni í gegnum síma eða hlusta á útvarpssögu.
    Dreifigreining (Repeated measures ANOVA) var notuð við úrvinnslu niðurstaðna og miðast var við 95% öryggisbil Niðurstöður studdu aðra tilgátu rannsóknarinnar. Það að tala í farsímann truflaði athygli meira heldur en að hlusta á útvarpssögu. Ekki reyndist marktækur munur á reyndum og óreyndum ökumönnum. Niðurstöður hafa mikla þýðingu fyrir notkun farsíma við akstur.

Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lokaeintak.pdf503.71 kBOpinnPDFSkoða/Opna