is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16421

Titill: 
  • Ljóð eru góð : raunverulegt aðgengi fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er tíu eininga lokaverkefni til B.A.-prófs í þroskaþjálfafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er í tveimur hlutum, annars vegar er um að ræða fræðilega umfjöllun er varðar hugmyndir um hugtakið aðgengi með hliðsjón af lögum og reglugerðum auk helstu hugtökum innan fötlunarfræðarinnar um þessar mundir eins og sjálfstætt líf, eðlilegt líf, skilgreiningar og sjónarhorn á fötlun, sjálfræði, valdeflingu og sjálfsákvörðunarrétt auk hugmyndanna um seiglu og lært hjálparleysi. Hins vegar hver fylgir verkefninu einnig lítið ljóðakver. Þar er raunverulegum aðstæðum fatlaðs fólks lýst í bundnu máli með skírskotun í þá árekstra sem fatlað fólk lendir í í sínu daglega amstri. Safnað var frásögnum með tölvupóstsendingum á nokkra einstaklinga með fötlun.
    Markmið verkefnisins í heild er að fjalla um þann misbrest sem svo víða er að finna í aðgenginsmálum þrátt fyrir skýrt lagaumhverfi. Ástæða þess að ljóðaformið varð fyrir valinu er helst sú að slíkt hefur ekki verið gert áður,svo við höfundar vitum til. Það er okkar von að ljóðin hafi það í för með sér að sá sem les þau átti sig betur á þeim veruleika sem margt fatlað fólk býr við í athöfnum daglegs lífs. Þá spillir ekki fyrir ef ánægja vakni einnig við lesturinn þar sem á stöku stað er reynt að yfirbragðið í léttari kantinum.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniðmát HÍ-1.pdf534.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna