is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16422

Titill: 
  • Frímínútur : gagn og gaman fyrir alla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um aðstæður fatlaðra nemenda í frímínútum í almennum grunnskólum á Íslandi. Lagt var upp með þrjár rannsóknarspurningar. Sú fyrsta var um það hvers vegna frímínútur eru í íslensku skólakerfi. Önnur sneri að því hvernig félagslegum samskiptum fatlaðra nemenda við samnemendur væri háttað í frímínútum. Þriðja og síðasta rannsóknarspurningin var um það hvernig stuðningsaðilar styðja við fatlaða nemendur þegar kemur að félagslegum samskiptum þeirra við samnemendur í frímínútum. Leitast var við að svara spurningunum með niðurstöðum úr fræðilegum skrifum og niðurstöðum þriggja vettvangsathugana sem gerðar voru í almennum grunnskólum. Þátttakendur vettvangsathugana voru þrír fatlaðir nemendur sem fylgst var með í frímínútum. Helstu niðurstöður sem fengust úr fræðum og vettvangsathugunum benda til þess að ástæður frímínútna séu óljósar þar sem um þær gilda engar reglur og ekkert á þær minnst í lögum eða aðalnámskrá grunnskóla. Þá eru félagsleg samskipti fatlaðra nemenda við samnemendur mismikil, allt frá litlum sem engum samskiptum til mikilla. Auk þess gáfu niðurstöður til kynna að almennt stuðli stuðningsaðilar ekki að félagslegum samskiptum fatlaðra nemenda við samnemendur í frímínútum. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem hún er lítil en á sama tíma varpa þær ljósi á aðstæður fatlaðra nemenda þegar kemur að félagslegum samskiptum þeirra og stuðningi í frímínútum. Af niðurstöðum má ætla að mikilvægt sé að skilgreina hlutverk og markmið frímínútna og gera stuðningsaðilum þannig ljóst hvaða hlutverki þeir gegna og mögulegum áhrifum þeirra þegar kemur að eflingu félagslegra samskipta fatlaðra nemenda við samnemendur í frímínútum.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frímínútur. Gagn og gaman fyrir alla.pdf743.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna