is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16428

Titill: 
  • Minningarvinna með öldruðum íslendingum. Mat á hjálpartæki
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beindist að því að leggja mat á fræðsluefni handa starfsfólki í öldrunarþjónustu, einkum þeim sem nota minningavinnu í starfi sínu með öldruðum. Minningavinna er heiti yfir alla starfsemi þar sem upprifjun minninga er notuð með skipulegum hætti til að bæta líðan og/eða færni skjólstæðinga. Hér er ályktað að starfsfólk verði betur fært um að annast þetta starf ef það hafi góða þekkingu á sögulegum og félagslegum bakgrunni aldraðra skjólstæðinga sinna. Því var tekið saman fræðsluefni um sögu og lífshætti á Íslandi á tímabilinu 1925-1955, en það tímabil er skilgreint sem bernsku- og æskuár þeirra sem nú eru aldraðir. Þetta fræðsluefni var síðan metið af 3 rýnihópum, en þátttakendur í þeim voru 18 konur sem allar nota minningavinnu í starfi sínu með öldruðum, og eru því sérfróðar um hvað þar megi gagnast. Niðurstöður rannsóknar voru að efnið væri mjög gagnlegt sem fræðsla fyrir alla sem sinntu öldruðum Íslendingum auk þess að nýtast beint í minningavinnu, bæði til upplestrar og sem hugmynd að umræðuefni. Í greiningu á hópumræðum komu fram fimm þemu sem endurspegla skilning þátttakenda á tilgangi minningavinnu og hagnýtu gildi fræðsluefnisins. Þemun vísuðu til þess að brúa kynslóða- og menningarbil; að finna hlýju í sameiginlegum bakgrunni; að fást við erfiðar minningar; að skapa tengsl og að virða minningar einstaklingsins.
    Rannsóknin var gagnleg þar sem sagnfræðilegt fræðsluefni fyrir starfsfólk í minningavinnu hefur ekki verið unnið áður og því gagnlegt að fá vitneskju um hagnýtt gildi þess. Í framhaldi af umræðum rýnihópanna verður fræðsluefnið bætt og aukið.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper aimed to evaluate educational information for care staff working with older adults, particularly those that use reminiscence in their work. Reminiscence work utilizes reminiscing in an organized way to further the client’s wellbeing and/or abilities. It was hypothesized that staff would be better equipped for this work if they were knowledgeable about their clients’ historical and social background. In consequence of that information was collected on history and way of life in Iceland during the period 1925-1955, this being defined as the period of childhood and youth of older Icelanders today. This information was evaluated in 3 focus groups consisting of 18 women who all were using reminiscence in their work with old Icelanders and had thus special knowledge about what might be useful. The research concluded that the information was very useful for all staff working in care of older adults and furthermore useful in reminiscence work, both directly for reading aloud and also as a source of themes for discussion. In the data analysis five themes emerged, showing the participants’ understanding of the purpose of reminiscence work and how the information might help towards that purpose. The themes were: to bridge generational and cultural gap; to experience warmth from a common background; to deal with difficult memories; to further social relations and to respect personal memories.
    This research was useful as this is the first attempt to create historical educational material for use with reminiscence workers; it was thus useful to obtain knowledge about its practical value. Some changes of the material will be made in consequence of the group discussions.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16428


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Minningavinna með öldruðum Íslendingum - mat á hjálpartæki.pdf695,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna