is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16429

Titill: 
  • Við þurfum alltaf að líta til baka. Staða landfræðilegra frumgagna ríkisins og orðræðan um þau
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar um landfræðileg frumgögn ríkisins var að fá mynd af stöðu þeirra innan opinberra vinnustaða, hvernig umbúnaði, aðgengi og öryggi væri háttað og um viðhorf til gagnanna í stjórnsýslunni. Einnig að heyra um ástæður þess að frumgögn væru í notkun lengur en 30 ára skilaskylda segir til um. Rannsóknarspurningar voru tvær, önnur um stöðu gagnanna og hvernig hún birtist í orðræðunni, hin um frammistöðu stjórnsýslunnar og Þjóðskjalasafns Íslands gagnvart gögnunum. Einnig var markmið að hafa nytsamlegt gagn af rannsókninni og benda á tillögur til úrbóta út frá niðurstöðum. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og orðræðugreining, átta viðtöl tekin á sjö vinnustöðum og send út spurningakönnun og svörin greind með tölfræði- og textagreiningu. Markmið spurningakönnunarinnar var að fá fleiri raddir inn í rannsóknina og stuðning af tölfræðiniðurstöðum. Helstu niðurstöður voru að frumgögnin eru metin sem þjóðararfur og sameign allra. Það mat er ekki í samræmi við stöðu þeirra í heimasöfnum, mikið er óskráð, í opnu aðgengi og yfirsýn óljós. Gögnin búa við misjafnar og mótsagnakenndar aðstæður, frumrit víða í notkun, gagnasöfn utan umsjár skjalasafna, aldargögmul gögn enn í stofnunum og víða mikið komið á skilaskyldu. Heildarskipulag skortir, fáir hafa skjalavistunaráætlun og geymsluskrá og þekking á grundvallaratriðum skjalavörslu brotakennd. Stjórnendur virðast illa búnir undir skyldur sínar gagnvart gögnunum. Þjóðskjalasafn Íslands veit lítið um gögnin í heimasöfnum, er vanbúið til að taka við stórum gagnasöfnum og fræðsla safnsins hefur skilað sér illa. Staða gagnanna sem þjóðararfs er ótrygg og stjórnsýslan vanbúin til að gegna skyldum sínum gagnvart þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research about governmental geographical original records was to get an overview of their status in official institutions, of their storage and availability, how their security is carried out and of the attitude towards the records in public administrations. The aim was also to hear about the reasons for why the original records were in use for more than the 30-year return obligation indicates. The research questions were two, one on the status of the records and how that appears in the discourse, the other of the performance of the government and the National Archive towards the records. It also aimed to give practical advice and point out recommendations for improvement based on the results. The methods used were qualitative research methods and discourse analysis, eight interviews were taken at seven workplaces and questionnaires were also sent out and the answers analyzed using statistical and textual analysis. The aim of the questionnaires was to get more views into the study and support of statistical results. The main results were that the original records are considered as a national heritage and owned by all. That assessment is not consistent with the records status in official archives, much is unlisted, in an open access and overview is unclear. The records are kept in various and contradictory situations, originals widely in use and outside the care of archives, ancient records still in institutions and most due in return obligation. A complete organization is lacking, only few institutions have an archival filing program and storage registry and the knowledge of the fundamentals of recordkeeping is fragmented. Directors seem ill-prepared for their obligations to the records. The National Archive knows little about the record collections in the institutions, is ill-equipped to receive large record collections and it’s education does not give desired results. Status of the records as national heritage is unsecured and the administration is unable to fulfill their duties towards them.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS_verkefni_THES_PDF.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna