Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16431
„Völundarhús upplýsinganna“ er eigindleg rannsókn sem byggir á opnum viðtölum við sex þátttakendur. Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í það margbreytilega og flókna umhverfi sem háskólabókasöfn á Íslandi starfa í um þessar mundir. Safnkosturinn er að breytast í raftímarit og rafbækur sem kallar á nýjar aðferðir í innkaupum, skráningu og miðlun hans til tæknivæddra notenda. Vegna smæðar samfélagsins hér á landi hafa háskólabókasöfnin átt í miklu samstarfi, meðal annars um kaup á gagnasöfnum og tímaritum í Landsaðgangi og þátttöku í rekstri bókasafnskerfis með öllum bókasöfnum landsins. Viðmælendur komu frá sex af þeim sjö háskólabókasöfnum sem starfa hér á landi. Val þátttakenda miðaðist við að fá fram sjónarmið þeirra sem höfðu tekið beinan þátt í þeim samstarfsverkefnum sem skoðuð voru sérstaklega, Landsaðgangur og Gegnir/Leitir en einnig var reynt að fá fram hugmyndir viðmælenda um þróun yfir í rafrænt umhverfi háskólabókasafna eingöngu.
Niðurstöður sýndu meðal annars að þróunin yfir í rafrænan heim eingöngu er stutt á veg komin hér á landi og viðmælendur sáu ekki fyrir sér að hann tæki yfir á næstu árum. Ástæðuna telja þau fjárskort sem kemur til vegna niðurskurðar undanfarinna ára og vegna þess hve bundin söfnin eru af fjárhagslegum skuldbindingum vegna áskrifta í Landsaðgangi. Eins kemur í ljós að hagsmunir og sjónarmið útgefenda og háskólabókasafna fara ekki saman þegar kemur að því að velja rafbækur til innkaups og hvernig útlánum þeirra skuli háttað. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að háskólabókasöfnin upplifa sig nokkuð niðurnjörvuð af því umhverfi sem þau starfa í nú. Þeim finnst þau hafa lítil áhrif og finnst kerfisþróun ganga hægt og að enginn annar stuðli að breytingum en Landskerfi bókasafna. Eins virðist þeim þungt í vöfum að breyta áskriftum í Landsaðgangi og hafa lítið fjármagn til ritakaupa vegna hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thorny_Hlyns_Volundarhus_MLIS_okt_2013.pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |