is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16439

Titill: 
  • Réttindagæsla og beiting nauðungar : í ljósi sögu um málefni fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að skoða beitingu nauðungar í ljósi sögu um málefni fatlaðs fólks og réttindagæslulög. Lögð er megináhersla á lög um réttindagæslu nr. 88/2011 og í tengslum við þau hef ég tekið viðtöl við sex aðila sem tengjast lögunum á mismunandi hátt. Í viðtölum koma fram viðhorf þeirra til réttindagæslulaganna, umræður um beitingu nauðungar og hvaða áhrif réttindagæslulögin hafa haft á vinnu þeirra. Þessir sex aðilar eru fulltrúi í sérfræðiteymi, réttindagæslumaður, starfsmaður réttindavaktar Velferðarráðuneytisins og þrír forstöðumenn búsetu.
    Markmið verkefnisins var að skoða hvaða þýðingu réttindagæslulögin hafa í vinnu með fötluðu fólki. Í því ljósi fjallaði ég um sögu málefna fatlaðs fólks tengda lögum og reglugerðum. Var því tímabili skipt í þrennt þar sem hvert þeirra skapar ákveðin tímamót í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Þungamiðja verkefnisins er samningur Sameinuðu þjóðanna, sem réttindagæslulögin byggja á, og réttindagæslulögin sjálf.
    Niðurstöður rannsóknar gáfu til kynna að þrátt fyrir að mikil þróun hafi átt sér stað í réttindamálum fatlaðs fólks þá gætir enn áhrifa frá tímabili altækra stofnana í búsetu fyrir fatlað fólk. Það kom í ljós að flutningur fatlaðs fólks frá altækum stofnunum á sambýli var ákveðið framfararskref í átt að meiri samfélagsþátttöku. Þrátt fyrir það bjó fatlað fólk en við þær reglur og ramma sem starfsfólk setti inn á sambýlum og hafði fatlað fólk því lítil áhrif á líf sitt. Í viðtölum við forstöðumenn í búsetu kom í ljós að töluvert bar á nauðung gagnvart fötluðu fólki og voru þar ýmis álitamál eins og hversu mikið ætti að takmarka mat, drykk og peninga til fatlaðra einstaklinga vegna hömluleysis. Nokkrir þátttakendur lýstu óöryggi sínu varðandi umsókn um ráðgjöf til sérfræðiteymis og töldu þeir að fræðslu um réttindagæslulögin hafi verið ábótavant. Þrátt fyrir það fannst flestum þátttakendum mikið hafa áunnist með réttindagæslulögunum og ákveðin vitundarvakning hafi orðið meðal starfsfólks. Almennt séð virðast þátttakendur taka lögunum fagnandi og tekið var undir það í umsögnum um réttindagæslulögin. Nokkrir þátttakendur telja réttindagæslulögin vera stórt framfararskref í réttindabaráttu fatlaðs fólks.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttindagæsla og beiting nauðungar.pdf910.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna