is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1644

Titill: 
 • „ég ímynda mér að þær áhyggjur sem ég hef séu eðlilegar“ : rannsókn á áhyggjum kvenna á meðgöngu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn í áhyggjur kvenna á meðgöngu og hverjar eru orsakir þeirra. Beint er sjónum að því hver helstu bjargráð þungaðra kvenna eru og hvaða bjargráð reynast árangursríkust til að takast á við áhyggjurnar. Einnig er ætlunin að skoða hvort konur sem upplifa áhyggjur og kvíða á meðgöngu telji sig fá næga fræðslu og stuðning.
  Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð og stuðst er við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru 10 þungaðar konur sem sóttu mæðravernd á Heilsugæslu-stöðina á Akureyri. Tekið var eitt viðtal við hverja konu og viðtölin hljóðrituð.
  Við úrvinnslu á viðtölum greindu rannsakendur reynslu sem aðal þema eða rauða þráðinn í gegnum öll viðtölin. Þá voru greind fimm megin þemu sem öll tengdust rauða þræðinum og voru helstu áhyggjuefni kvennanna. Þau voru eftirfarandi; fósturlát, fósturgallar, fæðing, daglegt líf og bjargráð.
  Helstu niðurstöður sýndu að allar konurnar fundu fyrir einhverjum áhyggjum tengdum meðgöngunni. Rannsakendur túlka áhyggjur kvennanna helst sem neikvæðar vangaveltur sem fæstar höfðu áhrif á daglegt líf þeirra. Konurnar nýttu sér mismunandi bjargráð til að draga úr áhyggjum sínum. Bjargráðin voru helst að leita sér fræðslu og stuðnings auk þess sem þær tóku flestar áhyggjunum með jafnaðargeði. Konurnar náðu að nýta sér reynslu sína og þekkingu sem bjargráð og upplifðu allar nægan stuðning.
  Rannsakendur vonast til þess að niðurstöðurnar komi að notum fyrir ljósmæður/ hjúkrunarfræðinga í mæðravernd, því þær sýna hver helstu áhyggjuefni kvenna á meðgöngu eru og styðja niðurstöður fyrri rannsókna.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 11.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
-LOKARITGERDmforsidu.pdf3.19 MBLokaðurHeildPDF
Heimildaskrá.pdf136.05 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf17.9 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
útdráttur.pdf75.23 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna