is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16444

Titill: 
  • Málþroski barna. Áhrif félagslegra þátta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er málþroski barna og áhrif félagslegra þátta á hann. Sérstaklega er fjallað um þau áhrif sem samfélagsleg staða foreldra (móður) getur haft en þar er einkum litið til tekna, starfs og menntunar. Aðallega er litið til erlendra rannsókna á þessu efni þar sem m.a. eru skoðuð áhrif samfélagslegrar stöðu á orðaforða barna og setningafræði. Þó er einnig horft til íslenskra rannsókna, bæði á sviði málbreytinga og málþroska, þar sem menntun foreldra og áhrif hennar eru tekin til athugunar. Niðurstöður erlendra rannsókna, þar sem þátttakendur voru börn, sýna í mörgum tilvikum tengsl á milli samfélagslegrar stöðu foreldra (mæðra) og málþroska barna. Einnig leiða niðurstöður í ljós áhrif þess hvernig foreldrar (mæður) tala við börn sín, þ.e. ílag þeirra í málumhverfi barnanna hefur mótandi áhrif á málþroska þeirra. Niðurstöður rannsókna á málbreytingum í íslensku, þar sem þátttakendur voru börn og unglingar, og niðurstöður rannsókna á málþroska íslenskra barna sýna einnig marktæk tengsl á milli menntunar foreldra og málnotkunar/málþroska barnanna. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að samfélagsleg staða foreldra hafi áhrif á málþroska barna þá benda niðurstöður rannsókna til þess að það málumhverfi sem foreldrar bjóða börnum sínum upp á sé það sem mestu máli skiptir. Það hvernig mállegum samskiptum milli foreldra/umönnunaraðila og barna er háttað er því aðalatriðið, en mikilvægt er að tala mikið við börn og einnig að lesa fyrir þau. Þá hefur endurgjöf foreldra í samtölum, þar sem foreldrar endursegja og umorða það sem barnið segir, jákvæð áhrif á málþroska.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Eydal-lagad.pdf310.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna