is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16450

Titill: 
  • Um riddarasögur í samhengi menningarsögu og miðaldabókmennta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaritgerð í grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er riddarasögur, bókmenntagrein af meiði miðaldabókmennta. Tveir bókmenntafræðingar verða kallaðir til sögunnar, rússneski formalistinn Jurij Tynjanov sem notaði díalektískar aðferðir til að greina þróun bókmenntasögunar og ísraelski fræðimaðurinn Itamar Even- Zohar sem skrifað hefur um hlutverk bókmennta í sjálfstæðisbaráttu þjóða. Í upphafi ritgerðarinnar er greint frá forsögu innlendrar sagnaritunnar. Fornum kveðskap, germönskum sagnaminnum og ýmsum suðrænum stefjum var haldið til haga af lærðum mönnum hér á landi og í fyllingu tímans fært á bókfell. Það er á 12. öld sem Íslendingar hefja sagnaritun og verður fljótlega um fjölskrúðugan garð að gresja í bókagerð Íslendinga.
    Þýddar riddarasögur bárust frá Noregi til landsins á 13. öld og öðluðust vinsældir í takt við vaxandi áhrif norska konungsvaldsins hér á landi. Íslendingar fara sjálfir að semja riddarasögur á 14. öld og leita víða fanga, í þeim má sjá textatengsl við innlendar fornaldarsögur og áhrifa ýmissa erlendra rita gætir þar einnig. Í ritgerð þessari er greint frá vinsældum riddarasagna fyrr á tímum sem og viðhorfum fræðimanna á öndverðri tuttugustu öldinni til þeirrar bókmenntagreinar. Hugsanleg tengsl milli viðhorfa fræðimanna á fyrrihluta síðustu aldar og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga verða skoðuð. Í lokin er ráðið í stöðu bókmenntagreinarinnar í bókmenntakerfi okkar daga.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óttar Felix Hauksson.pdf497.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna