is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16452

Titill: 
  • Tengsl búsetu og menntunar við uppeldisaðferðir foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar megindlegu rannsóknar var að kanna hvort munur væri á uppeldisaðferðum foreldra eftir því hvar þeir búa og hvaða menntun þeir hafa. Spurningalistar voru lagðir fyrir foreldra grunnskólabarna í tveimur skólum í stórþéttbýli og í fjórum skólum í sveitadreifbýli á tilteknu landsvæði á Íslandi. Skólarnir voru valdir með hentugleikaúrtaki. Heildarfjöldi þeirra sem fengu sendan spurningalistann voru foreldrar 615 grunnskólabarna. Þýðið á viðkomandi svæði 1. mars 2012 voru 2583 börn í stórþéttbýli og 734 í sveitadreifbýli, en ekki fengust upplýsingar um fjölda foreldra frá skólunum. Alls svaraði 221 þátttakandi spurningalistanum, annars vegar fyrir sjálfan sig og hins vegar fyrir maka. Þar af voru svör frá 198 þátttakendum gild.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ekki var um að ræða marktækan mun fyrir leiðandi eða stjórnandi uppeldisaðferðir. Hins vegar voru foreldrar í þéttbýli marktækt líklegri til að beita eftirlátum uppeldisaðferðum og áhrifsstærðin mest, óháð því hvort þátttakandi svaraði fyrir sjálfan sig eða maka. Einnig kom í ljós að ekki var marktækur munur á milli uppeldisaðferða eftir menntun foreldranna. Ekki reyndist heldur vera teljandi munur á því hvort um var að ræða eigin svör þátttakenda eða svör fyrir maka. Þessar niðurstöður koma á óvart, þar sem rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sambandi hafa bent til hins gagnstæða, enda þótt fáar hafi tekið mið af íslenskum aðstæðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study was to examine whether parenting styles among parents differ from those who live in urban areas or rural areas in Iceland and also if different education plays a role in their parenting styles. Questionnaires were administered to the parents of primary school children in two schools in large urban and four rural schools in a certain geographical area in Iceland. The schools were selected by convenience sampling. Total amount of those who received a questionnaire were parents of 615 primary school children. The population in the area on the 1st of March 2012 were 2583 children in large urban areas and 734 children in rural countryside, but no information was available on the number of parents from the schools. A total of 221 individual answered the questionnaire, both for themselves and also for their mates; there were responses from 198 participants used.
    The main conclusions are that there was insignificant difference for authoritative and authoritarian parenting styles. However, parents in urban areas were more likely to apply permissive parenting styles and the effect size was the biggest, regardless of which one of the parents responded. Regarding the different education among the parents it was found that there was no significant difference between their parenting styles. The difference in parenting styles between each parent was insignificant.
    These results come as a surprise, since several studies that have been made in this regard have generally pointed to the contrary, although only a very few have taken the Icelandic conditions into account.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR0230-Helgi Tryggvason-23.08.13.pdf729,74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna