is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16456

Titill: 
 • Titill er á ensku Understanding Attitudes to Development. Public Perceptions of International Development and Support for Aid in Iceland: A Qualitative Enquiry
 • Viðhorf til þróunarmála. Eigindleg athugun á viðhorfum almennings á Íslandi til alþjóðlegrar þróunaraðstoðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  In March 2013 the Icelandic parliament endorsed the next four years of overseas development strategy involving substantial increases in the aid budget, rising from 0.21% of GNI in 2012 to 0.42% in 2016, aiming to reach the 0.7% international donor target by the year 2019. Successful and sustainable international development policies and budgets are believed to require a constituency for aid in donor countries. Can we therefore assume a base of public support and presuppose an understanding of the importance of development aid amongst the Icelandic public? Unlike many donor countries no formal research has been conducted in Iceland documenting public attitudes towards aid. This study aims to present an in-depth picture of public attitudes to, awareness of, and engagement with aid and development, and has the secondary aim of evaluating what type of development communication approaches best engage people in development issues. Using a qualitative mode of enquiry and analysing data provided by seventeen participants, a detailed picture of not just what the public thinks, but why they think it has been constructed.
  Although indicating generous public support for development in principle, the results reveal perceptions of development as humanitarian aid and uncover limited understanding of how long-term development works in practice. This information gap reinforces one-dimensional images of poverty in developing countries and engenders sceptical attitudes towards the effectiveness of aid. Although overwhelmingly motivated by moral factors, people perceive development messages to focus on charity and donations rather than justice and participation, creating a risk of disengagement with development issues in the long-term. The implications of this research call for a reframing of development messages, placing more emphasis on communicating long-term development challenges and encouraging more supporter involvement, with the aim of deepening the public’s understanding of the complexities of development and providing them with a legitimate interest in holding development organisations to account for aid spending.
  Keywords: public attitudes, international development, support for aid, development communication strategies.

 • Í mars 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga framlög til Þróunarsamvinnuáætlunar Íslands næstu fjögur árin og voru þau hækkuð verulega. Voru þau 0,21% af vergum þjóðartekjum á árinu 2012 en eiga að vera orðin 0,42% 2016. Var jafnframt stefnt að því, að þau næðu 0,7%-markinu 2019 en það er alþjóðlegt viðmið fyrir þau ríki, sem stunda þróunar- og hjálparstarf. Ljóst er, að árangursrík og sjálfbær stefna í þróunarsamvinnumálum og þau fjárframlög, sem henni fylgja, verða að njóta stuðnings almennings í þeim löndum, sem aðstoðina veita. Þess vegna vaknar sú spurning hvernig þessum málum er háttað á Íslandi. Má ganga að því sem vísu, að íslenskur almenningur styðji og skilji mikilvægi alþjóðlegs þróunar- og hjálparstarfs?
  Ólíkt því sem er um mörg lönd, sem eru virk í alþjóðlegu hjálparstarfi, hafa engar raunverulegar rannsóknir verið gerðar á afstöðu íslensks almennings til þróunarhjálpar. Í þessari rannsókn er hins vegar reynt að draga upp mynd af skoðunum og afstöðu Íslendinga til þessa starfs og af skilningi þeirra og þátttöku í því. Í öðru lagi er reynt að meta hvernig best er að kynna og koma á framfæri upplýsingum um þróunarstarfið í því skyni að auka þátttöku fólks í því. Með eigindlegri nálgun og greiningu á viðtölum við 17 manns er unnt að gera sér nokkuð góða grein fyrir skoðunum fólksins á starfinu og á því hver tilgangurinn með því sé.
  Niðurstöðurnar benda til öflugs stuðnings við þróunarstarf sem slíkt í þeim skilningi að það sé mannúðaraðstoð en þær leiða jafnframt í ljós að skilningur á því hvernig langtíma þróunarstarf virkar sé takmarkaður. Lítil vitneskja um hana ýtir undir þá einhliðu mynd, sem jafnan er sýnd af fátæktinni í þróunarlöndunum og vekur efasemdir um að aðstoðin komi að gagni. Siðferðileg sjónarmið ráða langmestu um skoðanir fólks á þróunaraðstoð en margir telja, að hún felist fremur í góðgerðastarfi og gjafafé en í réttlæti og samvinnu. Getur sá skilningur orðið til að draga úr áhuga fólks á starfinu þegar fram í sækir.
  Lærdómurinn, sem draga má af þessari rannsókn, er, að í kynningarstarfinu skuli lögð meiri áhersla á langtíma markmið með þróunarsamvinnunni og hvatt til meiri þátttöku almennings í því. Þannig er unnt að auka skilning fólks á þeirri margbrotnu starfsemi, sem í þróunarsamvinnunni felst, og auka áhuga þess á því að gera hjálpar- og þróunarsamvinnustofnanir ábyrgar fyrir því fé, sem þær fá til starfsins.
  Lykilorð: almenningsálit, alþjóðleg þróunarsamvinnu, stuðningur við hjálparstarf, upplýsingagjöf um þróunarmál.

Samþykkt: 
 • 10.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Understanding Attitudes to Development 3.pdf946.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna