Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16458
Í ritgerðinni er fjallað um skipulag starfsmannamála ríkisins, það er almenna stefnumótun í mannauðsmálum og fræðslu, launa- og kjaramál, launavinnslu og löggjöf, reglur um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna og kjarasamningagerð. Um er að ræða málaflokk sem heyrir undir fimm ólíkar starfseiningar, skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Launasviðs Fjársýslu ríkisins, kjararáð og samninganefnd ríkisins.
Síðustu áratugina hafa verið gerðar breytingar á skipulagi þessara málefna og nú síðast í vor er skrifstofa umbóta og stjórnunar var stofnum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og nafni starfsmannaskrifstofu ráðuneytisins breytt í Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Verkefnum innan starfsmannmála ríkisins hefur fjölgað síðustu áratugina til dæmis með tilkomu Oracle mannauðskerfisins og þau hafa líka breyst í takt við þjóðfélags- og tæknibreytingar.
Niðurstaða rannsóknar minnar á skipulagi starfsmannamála ríkisins er sú að heppilegast er að hafa starfsmannmál ríkisins í einni sérstakri ríkisstofnun undir fjármála- og efnahagsráðneytinu, Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Þetta er þar sem samhæfing mun skapast í einni stofnun, þjónustustigið verður betra og þekking, menntun og reynsla innan málaflokksins mun miðlast og aukast. Auk verkefna sem tilheyra fyrrgreindum starfseiningum munu bætast við verkefni Kjara- og mannauðssýslunnar verkefni sem tilheyra í dag forsætisráðuneytinu og snúa að starfsmannamálum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Starfsmannamál ríkisins2-HJ.pdf | 1,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |