Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16459
Þessi ritgerð er lokaritgerð til BA-prófs í Íslensku sem öðru máli. Hún skiptist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn er fræðileg umræða um þýðingar og helstu vandamálin við að þýða yfir á annað tungumál. Seinni hlutinn er þýðingin af hluta skáldsögunnar Gæludýrin eftir Braga Ólafsson.
Helstu ástæður fyrir því að ég valdi að skrifa ritgerð um þýðingar er að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bókmenntaþýðingum. Íslenska og serbneska eru tvö ólík tungumál og munur er einnig á menningu landanna. Í þessari ritgerð er reynt að sýna í hverju munurinn á milli tungumálanna liggur og þetta er gert með dæmum. Helsta vandamálið við þýðinguna er að þýða orðasambönd og orðatiltæki. Við þýðingu þeirra sést best í hverju munurinn á menningu landanna felst. Við þýðinguna er reynt að finna þau serbnesku orð sem best myndu halda merkingu frumtextans.
Fyrri hluti ritgerðarinnar skiptist í fjóra kafla. Fyrst er inngangur þar sem fjallað er um tilganginn með þýðingunni og kynnt er skáldsagan Gæludýrin og höfundur hennar, Bragi Ólafsson. Í öðrum kafla er fjallað um þýðingar almennt á fræðilegan hátt, t.d. er talað um hugtakið þýðing en líka um þýðingaraðferðir svo og jafngildishugtakið. Í þriðja kafla er fræðileg greinargerð um helstu vandamál sem komu upp við þýðinguna, svo sem málfræðileg vandamál, þ.e. orðaröð, notkun tíða, notkun falla, persónufornafna, viðtengingarhátta o.fl. og talað er um menningarleg vandamál eins og orðatiltæki og meðferð þeirra í þýðingum. Í ritgerðinni er reynt að finna lausnir á þeim vandamálum sem við blöstu. Í fjórða kafla eru lokaorð þar sem allt efnið er tekið saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerd Slavica.pdf | 943.51 kB | Lokaður til...01.01.2040 | Heildartexti |