is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16466

Titill: 
 • „Unnusti minn er sem myrrubelgur.“ Hjónabandsskilningur eins og hann birtist hjá nokkrum guðfræðingum og í völdum samtímaritum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fyrst gerð grein fyrir mismunandi biblíulegum hjónabandslíkönum, lútherskum hjónabandsskilningi og femínísku sjónarhorni á hjónabandið og síðan skoðað hvernig kristinn hjónabandsskilningur birtist nú um stundir í bókum um hjónabandið.
  Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er fjallað um greiningu guðfræðingsins Adrian Thatcher á fimm mismunandi hjónabandslíkönum sem finna má í Biblíunni. Þessi líkön eru ólík og misvel fallin til notkunar við umfjöllun um hjónabandið í dag.
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er fjallað um lútherskan hjónabandsskilning. Kenning Lúthers fól meðal annars í sér að eina ástæða þess að fólk ætti ekki að ganga í hjónaband væri að Guð hefði gefið því skírlífið að gjöf.
  Í þriðja kafla ritgerðarinnar er fjallað um annars konar skilgreiningu á ástarsambandi sem kallast hið hreina samband. Það er mótvægisgerð gegn gagnkynhneigðu hjónabandi og rómantískri ást.
  Fyrstu þrír kaflar ritgerðarinnar þjóna sem fræðilegur grunnur fyrir fjórða kaflann þar sem rýnt er í þrjár bækur sem fjalla um hjónabandið og eru ætlaðar hjónum og sambúðarfólki með það að markmiði að styrkja hjónabandið eða sambúðina. Skoðað er að hve miklu leyti sá hjónabandsskilningur sem gerð voru skil í hinum köflunum rímar við þann hjónabandsskilning sem birtist í þessum bókum.
  Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að töluverða samsömun sé að finna milli hjónabandslíkananna í Biblíunni og samtímaefnisins, þó enga tengingu sé að finna við tvö af líkönunum. Mjög takmarkaðar tengingar eru við lútherskan hjónabandsskilning og hið hreina samband.

Samþykkt: 
 • 10.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Hrönn Jónsdóttir.pdf716 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna