Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16471
Hér á eftir verður farið yfir sex viðtöl sem tekin voru við starfsmenn Reykjarvíkurborgar hjá hverfastöðvum umhverfis- og skipulagssviðs. Viðtölin eru tekinn með eigindlegum rannsóknaraðferðum og túlkuð með innsýn úr félagssálfræði og stofnunnarrannsóknum.
Helstu niðurstöður voru að viðmælendur hafa góða þjónustulund og njóta fjölbreytni og sjálfstæðis í vinnu. Viðmælendur upplifa samt stjórnendur mismunandi eftir hversu nálagt þeir eru, næstu stjórnendunum treysta viðmælendur mest á meðan stjórnendur ofar í stjórnunarkeðjunni eru ekki taldir vera upp á marga fiska. Vinnan hefur einnig tekið breytingum undanfarin ár, verkefni verða yfirgrips minni og verktakar fá meira og meira að gera af þeim verkum sem viðmælendur höfðu hér áðurfyrr.
Sérstök athygli er síðan gefinn nýlegum breytingum sem hefur verið gerð á vinnustað viðmælenda. Breytingar hafa verið á ráðningum vinnustaðarins og svokölluð atvinnuátök notuð til þess að auka starfsmannafjölda en að mati viðmælenda þá eru þessar ráðningar falskar. Sameining bækistöðva olli því að svæði og verkamenn bækistöðva voru sameinuð, vísbendingar eru hinsvegar um að þörf var á meiri undirbúningi, þrátt fyrir margra ára aðdraganda að sameiningunni. Eftir sameininguna var síðan stofnaður nýr verkhópur ættlaður fötluðum og þroskaheftum. Þó viðmælendur hafi ekkert á móti þeirri hugmynd vakna alvarlegar spurningar í frásögn þeirra um ferlið og um ástæður þess að hópurinn var stofnaður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Benedikt Birgisson.pdf | 730,55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |