is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16473

Titill: 
  • Veraldlegt innihald fagnaðarerindisins. Siðfræðileg greining á róttækri kristinni friðarstefnu J.H. Yoders
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er framsetning Johns Howards Yoders á róttækri kristinni friðarstefnu tekin til umfjöllunar. Gerð er siðfræðileg greining á guðfræði hans með það fyrir sjónum að varpa ljósi á hvað friðarstefna hans feli í sér. Meginspurningar sem hér er leitast við að svara eru: hver þungamiðja boðskapar Jesú hafi verið að mati Yoders og hvernig hann tengdi þessa tvö þúsund ára gömlu fyrirmynd við breytni í nútímanum.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í þeim fyrri er fjallað með almennum hætti um þá grein guðfræðinnar sem kenning Yoders fellur innan en með því að greina frá víðara samhengi orðræðunnar gefst fyllri mynd af tiltekinni kenningu. Þar hefst umfjöllunin á helstu þeirra kenninga sem fram hafa komið um samband kristinnar kirkju og stjórnmála. Því næst er fjallað um hin mismunandi kristnu viðhorf til stríðs og friðar sem skotið hafa upp kollinum í aldanna rás. Þegar því hefur verið komið til skila er kastljósinu beint að kristnum friðarstefnum. Gerð er grein fyrir helstu röksemdarfærslum kristinna friðarsinna. Þá er friðarstefna frumkirkjunnar tekin til umfjöllunar. Í seinni hluta ritgerðarinnar er guðfræði Yoders tekin til ítarlegrar umfjöllunar. Byrjað er á því að lýsa trúarlegum bakgrunni hans, þar sem að útlínurnar að guðfræði hans eru dregnar upp. Því næst er farið yfir þær breytingar sem Yoder taldi hafa orðið á kristinni kirkju vegna breyttrar stöðu hennar í Rómaveldi á 4. öld. Þá eru dregin fram helstu stef bókar Yoders, The Politics of Jesus, með það fyrir sjónum að skýra hvað hafi falist í kristsskilningi hans. Áður en að umfjöllunin er dregin saman og lokaorð lögð fyrir er kenning Yoders greind siðfræðilega og er hún sett í samhengi við víðari orðræðuna, sem lýst er í fyrri hluta ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-rot2.pdf226.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna