is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16474

Titill: 
  • Breytingar á kenninöfnum. „Fólk er fast í hefðinni“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Höfundi virðist sem það hafi færst í aukana að einstaklingar kenni sig við móður sína eða báða foreldra en ekki einungis við föður sinn eins og venja er. Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu hér á landi heldur hefur hefðin stjórnað því að yfirgnæfandi meirihluti fólks kennir sig eingöngu við föður sinn.
    Hér verður skoðað hvort það sé í raun algengara en áður að einstaklingar breyti eftirnafni eða kenninafni eins og vísað er til í lögum. Til þess verður rýnt í tölur sem fengust hjá Þjóðskrá Ísland og varða breytingar á kenninöfnum. Þessar upplýsingar eru að sjálfsögðu ekki tæmandi þar sem ekki sést hversu margir eru upprunalega nefndir í höfuðið á móður sinni eða báðum foreldrum, þær taka einungis til þeirra sem hafa látið breyta kenninafninu en ekki er sagt til um aldur við breytingu eða kyn þess sem breytir um nafn. Haft var samband við einstaklinga sem hafa breytt um kenninafn og kannað af hverju fólk ákveður að gera það. Kenninafnabreytingar sem þessar eru skoðaðar hér í tengslum við jafnrétti og kynjakerfið. Þá voru einnig tekin viðtöl við virka femínista um málið. Öll voru þau kennd við föður sinn og þrátt fyrir að vera meðvituð um jafnréttismál var þetta þeim ekki endilega ofarlega í huga. Rannsóknin er þannig þríþætt og skiptist í megindlega og eigindlega rannsókn.
    Það sem kom í ljós var að það hefur aukist lítillega að fólk kenni sig við móður sína eða báða foreldra sína þótt það sé ekki enn algengt form nafns. Ein af helstu ástæðunum fyrir því að breytt er úr föðurnafni í móðurnafn sem kenninafn virðist vera ef faðirinn hefur ekki verið til staðar samkvæmt þeim er breytir um nafn. Ef einstaklingur breytir því svo að bæði föður og móður nafn er haft sem kenninafn virðist það einna helst vera af jafnréttishugsjónum. Það sem hamlar því helst að einstaklingar breyti um kenninafn, jafnvel þeim sem eru mjög jafnréttissinnaðir, er virðing við föður og hræðsla við að særa hann, sérstaklega virðing við minningu hans ef hann er látin. Þessari umræðu þarf að að skapa vettvang hér á landi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KDBK.pdf713.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna