is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16476

Titill: 
  • Njáls saga í AM 162 B ɛ fol. Lýsing og útgáfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í henni fjalla ég um miðaldahandritið AM 162 B ε fol. en það er átta blaða brot sem inniheldur efni úr Njáls sögu. Handritið hefur ekki áður verið gefið út en í seinni hluta þessarar ritgerðar er texti handritsins prentaður í þremur gerðum; táknréttri, stafréttri og samræmdri gerð með nútímastafsetningu.
    Ritgerðin skiptist í þrettán kafla: Í inngangi er fjallað lítillega um Njáls sögu auk þess sem fjallað er um aðferðir og aðföng þau sem notuð voru við uppskrift handrits og ritun ritgerðar. Næstu kaflar, kaflar 2–4, fjalla um handritið sjálft að útliti og innihaldi; í öðrum kafla, Lýsing á handritinu, er efnisleg lýsing á útliti handrits en í þriðja kafla er fjallað um texta handritsins og hann staðsettur innan Njáls sögu. Í fjórða kafla er fjallað um skriftareinkenni handritsins en í fimmta kafla er farið rækilega yfir málfarseinkenni þau sem finna má í brotinu og þau sett í samhengi við önnur miðaldahandrit og málbreytingar í íslensku. Niðurstöður úr fjórða og fimmta kafla eru dregnar saman í sjötta kafla og settar eru fram tilgátur um aldur brotanna. Í sjöunda kafla, Skyldleiki við önnur handrit, er handritabrotið sett í samhengi við önnur handrit Njáls sögu og það staðsett í stemma Njáluhandrita. Í áttunda kafla er fjallað um feril handritsins og fyrri eigendur þess. Í níunda kafla, Brot eins handrits eða tveggja, eru niðurstöður fyrri kafla ræddar og varpað ljósi á það hvort rétt sé að telja ε brot eins og sama handrits eins og löngum var gert eða hvort hér sé um að ræða brot tveggja ólíkra handrita. Að lokum er í köflum 10–12 fjallað um fyrri útgáfur sem notast hafa við þetta handritabrot, auk þess sem fjallað er nánar um þá útgáfu sem nú birtist sem og athugasemdir sem henni tengjast.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_BjarniGunnarAsgeirsson.pdf2.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna