is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1648

Titill: 
 • Áhrif hjartabilunar á líf fólks m.t.t.líkamlegra einkenna og lífsgæða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Langvinn hjartabilun er alvarlegt ástand sem útheimtir tíðar heimsóknir á heilsugæslu, innlagnir á sjúkrahús og dánartíðni vegna sjúkdómsins er há. Vegna framfara í meðferð hjartasjúkdóma hafa lífslíkur þeirra sem lifa með sjúkdómsgreininguna hjartabilun aukist. Einkenni hjartabilunar hefta einstaklinga í þeirra daglega lífi og hefur sjúkdómurinn áhrif á lífsgæði þessa hóps. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í hjúkrun hjartabilaðra er m.a. að aðstoða þá við að þekkja sjúkdómseinkenni sín og reyna að koma í veg fyrir að þau þróist. Einnig er mikilvægt að fólk með hjartabilun þekki takmarkanir sjúkdómsins og læri að lifa með honum.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að meta notagildi spurningalistans Kansas City Cardiomyopathy Questionnaire (KCCQ) í íslenskri þýðingu en spurningalistinn metur einkenni hjartabilunar. Einnig kemur spurningalistinn inn á áhrif hjartabilunar á lífsgæði einstaklinga og athafnir daglegs lífs.
  Megindleg aðferð varð fyrir valinu þar sem spurningalisti KCCQ var prófaður. Spurningalistann KCCQ fengu rannsakendur afhentan í íslenskri þýðingu frá göngudeild hjartabilaðra á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH). Persónuvernd var tilkynnt um rannsóknina og einnig fékkst leyfi frá Siðanefnd LSH. Rannsakendur forprófuðu spurningalistann á hjartadeild 14 G á LSH í ársbyrjun 2008. Eftir forprófunina breyttu rannsakendur orðalagi svarmöguleika í þremur spurninganna og gáfu spurningalistanum íslenskt heiti. Úrtak rannsóknarinnar voru 16 einstaklingar sem voru inniliggjandi á hjartadeild 14 G, LSH.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að spurningalistinn í íslenskri þýðingu er áreiðanlegur og frekari prófanir eru nauðsynlegar þar sem þátttakendur voru fáir. Einnig eru meiri prófanir á réttmæti KCCQ nauðsynlegar. Það sem rannsóknin leiddi i ljós var að hjartabilun hafði áhrif á lífsgæði þátttakenda og athafnir daglegs lífs. Þeir fundu fyrir versnandi einkennum eins og þreytu, bjúg og andþyngslum og komu einkennin í veg fyrir að fólk gerði það sem það vildi gera. Flestir þátttakenda sögðu hjartabilunina hafa töluvert eða mjög mikið komið í veg fyrir ánægju þeirra af lífi og starfi og að þeir hafi verið niðurdregnir eða leiðir vegna sjúkdómsástands síns. Meirihluti þátttakenda vissi hvað þeir áttu að gera og hvert þeir áttu að leita ef hjartabilunareinkenni versnuðu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar koma heim og saman við það að ef sjúklingar þekkja einkenni sín og vita hvernig þeir eigi að bregðast við þeim geti það bætt lífsgæði þeirra. Einnig benda niðurstöður til að eftirlit og fræðsla frá hjúkrunarfræðingum er mikilvægur þáttur í að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að lifa góðu lífi þrátt fyrir hjartabilun. Þetta er sambærilegt við erlendar rannsóknir.

Athugasemdir: 
 • Verkefni er lokað til júlí 2009
Samþykkt: 
 • 11.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf61.31 kBOpinnÁhrif hjartabilunar á líf fólks-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf108.07 kBOpinnÁhrif hjartabiluna á líf fólks - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Ritgerðin heild.pdf6.09 MBOpinnÁhrif hjartabilunar á líf fólks - heildPDFSkoða/Opna
Útdráttur1.pdf65.18 kBOpinnÁhrif hjartabilunar á líf fólks - útdrátturPDFSkoða/Opna