Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16487
This thesis is an exploration of the mythological poem Vǫluspá and the nature of knowledge within the world presented by the text. I will argue that knowledge is a supernatural force, and that the world will ultimately be destroyed as a result of its influence. The action of Vǫluspá revolves around the Æsir's central domain, and throughout the course of the poem, that domain is invaded and infiltrated by supernatural forces in the shape of various types of knowledge, including awareness, prophecy, and fate. This knowledge is strongly connected to women and perceived as immoral, due to its origins outside the domain of the Æsir and the negative consequences it garners. Vǫluspá was shaped by myriad ancient traditions, Babylonian and Judeo-Christian prominent among them. These ideas can be seen in the traces of Mother Goddess cult beliefs that exist in the poem, including creation by women and cosmological lunar imagery, and by indications of the shift to masculine societies, such as naming as a creative act and an excess of violence in the society. These traditions will be explored as a way of interpreting the text and placing it in a moral and eschatological context.
Í þessari ritgerð er fengist við goðsagnakvæðið Völuspá og eðli þekkingarinnar í heiminum sem við kynnumst í kvæðinu. Ég mun rökstyðja að þekkingin sé yfirnáttúrleg og því muni heimurinn að lokum farast hennar vegna. Í Völuspá hnitast atburðarásin um meginyfirráðasvæði Ásanna og í rás kvæðisins er ráðist inn á það svæði og þar komast inn yfirnáttúrleg öfl í líki margvíslegrar þekkingar, s.s. örlög, spádómar og fjölkynngi. Þessi þekking tengist konum sterklega og er talin ósiðleg vegna þess að hún er upprunnin utan valdsvæðis Ásanna og vegna neikvæðra afleiðinga sem af henni spretta. Völuspá var mótuð af fjölmörgum fornum hefðum, bæði frá kristni og gyðingdómi og Babýlon. Þessar hugmyndir má sjá í leifum af trú á hina fornu móðurgyðju sem sjást í kvæðinu, meðal annars sköpun kvenna og tunglmyndmáli og með vísbendingum um skipti til karllægra samfélaga eins og nafngiftir sem sköpunarferli og ofgnótt ofbeldis í samfélaginu. Þessar hefðir verða skoðaðar sem leið til að túlka texann og setja hann í siðferðislegt og goðsögulegt samhengi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The Dragon of the North.pdf | 508.61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |