is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16488

Titill: 
  • Hlutverk og staða íslenskra höfuðsafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um íslensk höfuðsöfn sem skilgreind eru í safnalögum nr. 141/2011. Höfuðsöfnin eru þrú, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Í fyrsta kafla er fjallað um menningarstefnu stjórnvalda og sagt frá þeim áhrifum sem nýfrjálshyggja hefur haft á íslensk menningarmálefni undanfarna tvo áratugi og setningu laga á sviði safnamála og menningararfs. Næst er fjallað um upphaf íslenskrar safnastarfsemi og stofnun fyrstu safnanna, sem eru höfuðsöfnin. Gerð verður grein fyrir þróun íslenskra safna og hvernig starfsemi þeirra hefur breyst á undanförnum rúmum áratug. Einnig verður fjallað um þjóðarsöfn, hvað einkenni þau og hver staða þeirra sé í alþjóðasamfélaginu. Þetta gefur tóninn fyrir umræðu um höfuðsöfnin þrjú, hver staða þeirra sé og hvernig þau hafi tekist á við höfuðsafnshlutverkið. Í þriðja kafla ritgerðarinnar er svo lagt út af fyrri köflum og gerður samanburður á söfnunum þremur, hvað sé líkt og hvað ólíkt með nálgun þeirra á hlutverkum sínum sem höfuðsöfn. Hér koma inn svör frá söfnunum við fyrirspurnum er varða starfsemi þeirra sem höfuðsöfn. Bent er á að Listasafni Íslands er annars eðlis en Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Rætt er um hversvegna höfuðsöfnin séu þrjú og bent á að Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn gætu allt eins verið skilgreind sem höfuðsöfn líka. Að lokum er stiklað á stóru um framtíð safnastarfsins og hvernig sjá megi fyrir sér störf höfuðsafnanna í framtíðinni, þá áherslu sem er stöðugt verið að setja á samvinnu og hvað það geti þýtt í raun.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Vollertsen - Hlutverk og staða íslenskra höfuðsafna.pdf450.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna