is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1649

Titill: 
 • Skipta hjúkrunarfræðingar máli? : þátttaka, hlutverk og þjálfun hjúkrunarfræðinga í endurlífgun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hlutverk, þátttöku og endurmenntun hjúkrunarfræðinga í endurlífgun á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri.
  Við gerð rannsóknarinnar var notast við lýsandi snið megindlegrar aðferðarfræði.
  Mælitæki rannsóknarinnar var spurningarlisti sem var lagður fyrir 41 hjúkrunarfræðing með eins árs starfsaldur eða lengri, starfandi á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri.
  Þátttakendur voru valdir með hentugleika úrtaki og fór gagnasöfnun fram á tímabilinu 17.-30. mars 2008.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að langflestir þátttakenda höfðu tekið þátt í endurlífgun og meira en helmingur þeirra oftar en sex sinnum. Hjúkrunarfræðingar gegna mörgum og mikilvægum hlutverkum í endurlífgun en til að mynda sýndu niðurstöður að mikill meirihluti hafði gefið lyf, tekið til lyf, séð um skráningu og veitt aðstandendum stuðning. Lítill hluti hjúkrunarfræðinga hafði gefið hjartarafstuð og stjórnað endurlífgun og voru það helst hjúkrunarfræðingar sem starfað höfðu í 6-10 ár. Flestir hjúkrunarfræðingar sem veitt hafa hjartahnoð starfa á lyflækningadeild og flestir þeir sem gefið hafa hjartarafstuð starfa á slysadeild. Flestir hjúkrunarfræðingarnir töldu sig hafa næga þekkingu og færni í endurlífgun og töldu mikilvægt að sækja upprifunarnámskeið á 6-12 mánaða fresti.
  Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í endurlífgun inni á sjúkrahúsum og þar sem endurlífgun krefst skjótra viðbragða að hálfu hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að þeir sýni örugg og fagleg vinnubrögð. Þeir þurfa því að vera meðvitaðir um að viðhalda þekkingu sinni og færni með því að sækja regluglega upprifjunarnámskeið í endurlífgun.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 11.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skipta hjúkrunarfræðingar máli_heild_læst.pdf7.61 MBLokaðurMeginmálPDF
Skipta hjúkrunarfræðingar máli_efnisyfirlit.pdf623.94 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Skipta hjúkrunarfræðingar máli_abstract.pdf613.04 kBOpinnAbstractPDFSkoða/Opna
Skipta hjúkrunarfræðingar máli_heimildaskrá.pdf653.36 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna