is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16491

Titill: 
  • "Þegar ég kláraði grunnskólann fannst mér bara ekki nógu fínt að fara bein í verknám." Að skipta úr bóknámi yfir í starfsnám
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu nemenda sem hafa skipt úr bóknámi í starfsnám í framhaldsskóla. Rannsóknin byggir á viðtölum við átta einstaklinga, fjórar konur
    og fjóra karla sem skiptu frá bóknámi í starfsnám á framhaldsskólastigi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg tenging þátttakenda við námið, skiptir sköpum um það hvort þeir ílengdust í námi sem þeir höfðu lítinn eða engan áhuga á eða hvort þeir hættu í námi sem þeir hefðu geta klárað og áttu jafnvel lítið eftir af. Dæmi voru um að sum þeirra fyndu sig vel félagslega en áttuðu sig á því þegar félagarnir fóru að útskrifast að þeim hafði lítið orðið ágengt í náminu sjálfu. Þá tóku þau ákvörðun um að breyta um stefnu á námsferlinum. Öðrum gekk ágætlega í náminu sjálfu en eignuðust hvorki félaga né vini og hættu, því þeim var farið að líða verulega illa í skólanum og námsárangur var orðinn slakur. Þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa misst áhuga á náminu þó ástæðurnar hafi verið mismunandi. Niðurstöðurnar styrkja það sem fram hefur komið í fyrri rannsóknum um mikilvægi þess að nemendur velji í samræmi við áhugasvið sitt en sýna jafnframt fram á mikilvægi félagatengsla í náminu. Með niðurstöðum úr rannsókninni vonast ég til að hægt verði að finna leiðir til að bæta líðan nemenda í framhaldsskólum landsins með því að styrkja þá í því að tengjast félagslega við skólann sinn og þá sérstaklega að finna nám við sitt hæfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain insight into the experiences of students who have changed path in their secondary studies. The study is based on interviews with eight individuals who switched from academic to vocational secondary education. The results show that social connection is crucial to the program participants as to whether they continued in the program in which they had little or no interest or whether they gave up their studies, despite being able to finish them, even if they had little left. Some of them had good social connections but realized, when their schoolmates graduated, that they had not accomplished what they should have. Then they decided to change direction in their studies. Others were quite successful in their studies but had neither partners nor friends at school and began to feel bad in their studies or schools. Participants all started loosing interest in their studies at some point for all kinds of reasons. With the results of this study, I hope to be able to find ways to improve the well-being of students in secondary schools by supporting them in connecting socially with their school and to find program that suits them.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_AgnesBragaBergsdóttir.pdf839.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna