is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16496

Titill: 
 • „Verður maður ekki alltaf að skoða málin betur?" Siðferðileg álitamál í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum
 • Titill er á ensku Ethical dilemmas that education and career counselors in colleges in Iceland experience
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð segir frá eigindlegri rannsókn á siðferðilegum álitamálum í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig uppbygging siðferðilegra álitamála er í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum og afla upplýsinga um hvað er gert til að vinna með þessi álitamál. Fræðilegur hluti ritgerðar fjallar um siðferðileg álitamál frá sjónarhorni erlendra rannsakenda og fræðimanna sem og siðareglur hérlendis og erlendis. Viðtöl voru tekin við 6 náms- og starfsráðgjafa starfandi í framhaldsskólum og eitt rýnihópaviðtal var með 4 ráðgjöfum saman. Niðurstöður byggjast á greiningu gagna sem aflað var með viðtölunum og rýnihópnum.
  Niðurstöður gefa til kynna að algengast er að siðferðileg álitamál í framhaldsskólum tengist trúnaði; flóknum samskiptum, tengslum og hlutverkum og faglegum vinnubrögðum og gildum. Það kom í ljós að ráðgjafarnir átta sig ekki alltaf strax á að um siðferðileg álitamál sé að ræða en þegar það er orðið ljóst reyna ráðgjafarnir að finna lausn á álitamálunum. Að mati þátttakenda eru siðferðileg álitamál nokkuð sem þarf að hafa í huga í ráðgjöf og flestir þátttakenda töldu að þau kæmu sennilega upp daglega.
  Niðurstöður geta nýst til frekari rannsókna tengdum siðferðilegum álitamálum í náms- og starfsráðgjöf og geta þannig stutt við fagþróun stéttarinnar.
  Lykilorð: Náms- og starfsráðgjafar, námsráðgjafar, siðferðileg álitamál, siðfræði, framhaldsskólar.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research was to get a perspective on the ethical dilemmas that education and career counselors in colleges in Iceland experience. The focus was directed on finding the structure of the dilemmas and also to gain information about how the counselors respond to these dilemmas. The theoretical part is about the ethical dilemmas seen through the eyes of foreign researchers and scholars and codes of conduct both here and abroad. The research was conducted by interviewing six education and career counselors and four counselors participated in a focus group. The results are based on analysis using data from the interviews and focus group.
  The research led to the conclusion that the most common ethical dilemmas are related to confidentiality; complex communication, relations and roles and professional practices and values. It was found out that the counselors sometimes do not realize that they are dealing with ethical dilemmas but when that is clear they try to find a solution. The participants felt that counselors should consider ethical dilemmas in their counseling. Most of the counselors thought that those dilemmas probably arose every day.
  The results of the study can be used for further research related to ethical dilemmas in education and career counseling and so support professional development of the profession.
  Keywords: education and career counselors, guidance counselors, ethical dilemmas, ethics, colleges.

Samþykkt: 
 • 11.9.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Þórarinsdóttir.pdf909.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna